Um landssamband kúabænda

Landssamband kúabænda

Landssamband kúabænda (LK) er hagsmunagæslufélag nautgripabænda á Íslandi og hefur starfað síðan 4. apríl 1986. Í stórum dráttum má skipta verkefnum sambandsins í þrjá þætti: fagleg mál, félagsmál og markaðsmál.

LK var stofnað á tímamótum í íslenskum landbúnaði og fékk m.a. í vöggugjöf að þurfa að móta umdeilt framleiðslustjórnunarkerfi. Síðan þá hafa mörg og breytileg mál verið á verkefnalista sambandsins og er LK í dag í forsvari fyrir kúabændur landsins í öllum veigamiklum málum er lúta að nautgriparækt.

Að LK standa í dag 13 aðildarfélög, sem mynda Landssamband kúabænda eins og það er í dag.

Skristofa LK er í Bændahöllinni við Hagatorg, framkvæmdastjóri er Margrét Gísladóttir.

Stjórn LK og starfsfólk

Aðildarfélög LK

Samþykktir LK

Frá stofnfundi LK

Helstu trúnaðarmenn LK frá stofnun

Skráðu þig á póstlista LK hér!

Landssamband kúabænda | Kennitala: 511290-2019 | Bændahöllinni við Hagatorg | 107  Reykjavík ISLAND | Sími: 563 0323

Síðast breytt 27. janúar 2020/MG