Ungverskir tónar
600 gr nautagúllas
4 laukur- saxa
4 gulrætur – sneiða
1 dós tómatar
4 dl vatn
1 paprika – saxa
2 rif hvítlaukur – saxa smátt
3 msk hveiti
3 msk smjör
1 msk paprikukrydd
2 lárviðarlauf
1 msk tómatpurré
1 tsk sykur
Salt
PiparBrúnið grænmetið í 1 msk smjöri. Setjið kjötbitana í plastpoka ásamt salti, pipar og hveiti lokið pokanum með umtalsverðu lofti og hristið og veltið til uns allir kjötbitarnir hafa hlotið sömu meðferð. Leggið pokan niður opnið og takið kjötið upp úr þannig að afgangs hveiti verið eftir í pokanum og fari með honum í ruslið. Kjötbitarnir fara hinsvegar á pönnuna, steikið þá í smjöri. Setjið nú allt í pott, grænmetið, kjötið, vatn, tómata, tómatpurré og bragðefnin og sjóðið í a.m.k. klukkutíma. Ungverskipotturinn er enn betri daginn eftir svo það er góður kostur að elda hann fyrir fram, eða bara t.d. fyrir hádegi á laugardaginn til að njóta um kvöldið.
Uppruni: Ritstjóri 6. október, 2016