SKYNDIBITAHAKKIÐ-FORSTEIKT HAKK
HVERNIG?
Veldu þér kvöld eða frídag þegar þú getur verið í 1-2 klst í eldhúsinu. Kynntu þér verð og gæði á því hakki sem er á boðstólnum. Keyptu síðan umtalsvert magn af hakki, nautgripa-, eða nauta eftir því hvað þú vilt, t.d. 5-10-15 kg. Stilltu grillið á ofninum á 220°C húðaðu ofnskúffuna að innan dreifðu í hana hakki, eins og þú væri að fara að steikja það á pönnu, kryddaðu hakkið mildilega með blönduðu kryddi sem þú velur með smekki fjölskyldunnar í huga, sama kryddið á allt eða tvær til þrjár mismunandi tegundir.
Settu ofnskúffuna í heitan ofninn, þegar hakkið er búið að brúnast vel að ofan tekur þú ofnskúffuna út, blandar hakkið með spaða, vinnur verkið eins og þú væri að pönnusteikja, svo setur þú skúffuna inn í aftur. Þegar hakkið er næstum því fullsteikt skaltu sturta úr ofnskúffunni í stóran pott eða ofnpott.
Byrjaðu svo upp á nýtt settu hakk í ofnskúffuna kryddaður og steiktu. Kosturinn við ofninn er að þú þarft ekki að standa yfir heitri pönnunni, milli þess sem þú hrærir í hakkinu og setur nýjan skammt í ofninn getur þú einfaldlega lesið blöðin og slakað á. Ef þú átt góðan blástursofn getur þú sett fleiri ofnskúffur inn í í einu, það er ennþá fljótlegra.
MARKMIÐINU NÁÐ
Eftir nokkra stund átt þú 5-10-15 kg af forsteiktu hakki. Það getur orðið undirstaða í fjölda hollra og góðra skyndimáltíða. En það er ekki allt búið, pökkunin á hakkinu er mikill galdur, notaðu sterka poka í a.m.k. tveimur stærðun. Pakkaðu annarsvegar magni sem passar nokkuð ofan á pizzu, innan í tacko, pítu, tortilla, kínverskar pönnukökur, og hinsvegar stærri skammti t.d til að skella saman við sósu með pasta, þar með töldu spaghetti og lasanga eða beint á diskinn með fersku sallati, kartöflum eða góðu brauði.
GALDURINN
Hakkpakkarnir eiga að vera þunnir og flatir. Settur hakkið í pokann nýttu alla stærð hans, lofttæmdu, lokaðu legðu hann flatan á bekkinn og dreifðu hakkinu jafnt í svona 3 cm þykkt lag innan í pokanum, staflaðu svo nokkrum saman. Þunn pakkning þýðir að það tekur enga stund að afþýða hakkið sem auðvitað fer svo allt í frystikistuna, nema það sem þú notar í dag og á morgun.
Þegar þú tekur hakkið upp úr frysti er auðvitað gott að muna eftir því með smá fyrirvara en ef ekki þá er einfaldast að setja hakkið í örbylgjuofninn í andartak. Þegar mesta frostið er farið úr getur þú kryddað það frekar eftir tilefni á diski í örbylgjuofninum og hitað það betur, þá er það einfaldlega tilbúið.
Meðlætið sem þú hefur valið, hrísgrjón, sallat, einhverskonar brauð eða pasta er fljótlegt svo að alvöru kjarngóð máltíð er tilbúin á aðeins 10 mínútum.
Þetta er ekkert mál en á eftir að bjarga málunum mörgum sinnum.GANGI ÞÉR VEL
5. október, 2016