Kjötbökur Ágústu með ávaxtamauki
Ljúffengar kjötbökur með ávaxta chutney að eigin vali. Það tekur nokkurn tíma að útbúa bökurnar en það er þess virði. Sósan með er búin til úr chutney og léttri ab-mjólk. Passar fyrir fjóra.
400 gr magurt nautahakk 1 tsk sykur 4 dl hveiti 1 tsk paprikuduft ½ tsk salt 1/8 tsk cayenne pipar 2 msk rjómaostur 2 1/2 dl létt ab-mjólk 1 tsk canolaolía eða önnur kólesterólfrí olía 1 stór laukur 2 paprikur – ein rauð og ein græn 4 hvítlauksrif 2/3 dl kjúklingasoð 4 msk chutney t.d. mangó chutney 1 tsk engifer 1 tsk kanill 1/2 tsk svartur pipar nýmalaður 1 tsk maísena mjöl
1. Blandið saman í stóra skál, hveiti, kornmjöli, sykri, paprikudufti, 1/4 tsk af salti og cayenne pipar. Blandið rjómaosti saman við (gott er að nota matvinnsluvél). Hrærið svo helminginn af ab-mjólkinni út í þar til deig myndast. Kælið í klukkustund.
2. Á meðan deigið kólnar setjið þið olíu á pönnu og hitið á miðlungshita. Skerið lauk til helminga og í þunnar sneiðar og steikið í um 5 mínútur. Skerið paprikur í þunnar sneiðar, saxið hvítlauk og setjið út á pönnuna ásamt kjúklingasoði. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 10 mínútur.
3. Bætið á pönnuna hakki, 3 msk af chutney, engifer, kanil, svörtum pipar og afgangi af salti og látið malla án loks í um 5 mínútur.
4. Blandið maísena mjöli og 2 tsk af vatni saman og hrærið saman við kjötblönduna. Látið suðuna koma upp og sjóðið í eina mínútu.
5. Hitið ofninn í 170C. Úðið tvær bökunarplötur með olíuúða eða smyrjið með örlítilli olíu. Skiptið deiginu í fjóra hluta og fletjið út. Setjið fjórðung hakkblöndunnar í hverja köku og penslið brúnirnar með vatni. Brjótið kökurnar til helminga og þrýstið brúnunum saman.
6. Gerið göt á deigið með gaffli og bakið í 15 mínútur eða þar til gullinbrúnt. Blandið saman afgangi af ab mjólk og chutney og beri fram með bökunum ásamt salati.
Uppruni: Eldhúskokkar kúabænda – Ágústa Johnson – Betri kostur – kjötréttir
næringargildi í skammti:
hitaeiningar: 510
fita 12,5, þar af mettuð fita: 4,5 g
kólesteról: 85 mg
kolvetni: 67 g
prótein: 32 gUppruni: Eldhúskokkar kúabænda 6. október, 2016