Stjórn og starfsfólk LK

Ný stjórn var kosin á aðalfundi LK laugardaginn 23. mars 2019. Stjórn LK starfsárið 2019-2020 er skipuð sem hér segir:

Formaður stjórnar
Arnar Árnason, Hranastöðum.   arnar@naut.is

Arnar er bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit. Hann er giftur Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og saman eiga þau þrjú börn. Arnar er búfræðingur frá Hvanneyri 1994 og lauk iðnaðartæknifræði frá tækniskóla Íslands árið 2000. Hann kaupir búið á Hranastöðum ásamt Ástu árið 2001 og búa þau í dag með 110 kýr og vistvænar hænur. Arnar tók þátt í sveitastjórnarstörfum í 12 ár allt til ársins 2014.

 

 

 

Meðstjórnendur

Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu.   holmahj@simnet.is

Rafn er bóndi í Hólmahjáleigu Rangárþingi-Eystra. Hann er í sambúð með Majken E Jörgensen og eiga þau 2 börn. Rafn er menntaður bifvélavirki og vann mest við viðgerðir og járnsmíði en árið 2005 keyptu hann og Majken jörðina Hólmahjáleigu af foreldrum Rafns og hófu þar kúabúskap. Í dag eru á búinu um 50 mjólkurkýr, auk uppeldis gripa.

 

 

 

Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli.   bessi@fjolnet.is

Bessi er bóndi og verktaki í Hofsstaðaseli Skagafirði. Hann er giftur Sólrúnu Ingvadóttir og eiga þau 3 börn á aldrinum 16-25 ára. Bessi hefur verið við búskap sl. 25 ár og í sérhæfðri nautakjötsframleiðslu sl. 8 ár. Um 150 holdanautakýr eru á búinu auk tilheyrandi gripa í uppeldi. Auk þess á Bessi og rekur fyrirtækið Sel ehf. sem þjónustar fjölda bænda um alla verkþætti sem unnið er með vélum í landbúnaði.

 

 

 

 

Herdís Magna Gunnarsdóttir Egilsstöðum.   herdismagna@gmail.com

Herdís er bóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Hún er í sambúð með Sigbirni Þór Birgissyni og saman eiga þau einn son. Herdís er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk BS. prófi frá LBHÍ og Háskólanum á Hólum árið 2012. Að námi loknu flutti Herdís austur og gekk inn í búsreksturinn með foreldrum sínum. Á Egilsstaðabúinu eru um 75 árskýr og talsverð nautakjötsframleiðsla.

 

 

Jónatan Magnússon, Hóli. holl425is@gmail.com

Varamenn í stjórn

Linda Björk Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum

Borghildur Kristinsdóttir, Skarði

Framkvæmdastjóri
Margrét Gísladóttir

Verkefnastjóri markaðsmála
Höskuldur Sæmundsson

Uppfært: 27-01-2020/MG