Smitvarnir á ferðalögum

ATH: Til að tryggja að ekki berist smitsjúkdómar til landsins er brýnt að viðhafa eftirfarandi reglur við heimför:

 1.      Setjið föt sem notuð hafa verið við heimsóknir í búfjárhús í plastpoka við heimför, einnig skó.

2.       Best er að láta fötin í hreinsun við heimkomu, eða sótthreinsa vel t.d. með Virkon eða öðru sambærilegu efni. Ath. að klór er ekki mjög virkur t.d. gegn Gin- og klaufaveiki veirunni.

3.       Ekki ætti að nota skóna í 5 daga eftir sótthreinsun.

 

Almennt er ferðafólk hvatt til þess að viðhafa smitgát í öllum heimsóknum til bænda og t.d. að snerta hvorki dýr né fóður að óþörfu.