Mjólkurframleiðsla

Grunnupplýsingar um nautgriparækt á Íslandi

 – uppfært 1. janúar 2020 –

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Eftirfarandi verðbreytingar munu taka gildi þann 1. janúar 2020.

  • Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr.
  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækkar um 2,5%.

Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Beingreiðslur fyrir mjólk innan greiðlsumarks á verðlagsárinu 2020 er alls 2.107,6 m.kr. og fyrir alla innvegna mjólk 2.522,1 m.kr. Beingreiðslur á mjólk innan greiðslumarks eru því 14,5+16,8 (m.v. 150 m.ltr. framleiðslu) = 31,3 kr. per ltr.

Gripagreiðslur eru 1.545,6 m.kr. árið 2020.

Greiðslumark mjólkur verðlagsárið 2020 er 145.000.000 lítrar og skiptist það á milli u.þ.b. 551 greiðslumarkshafa. Þegar LK var stofnað 4. apríl árið 1986 voru mjólkurframleiðendur 1.822.

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði gera tillögu að greiðslumarki í samræmi við þróun á sölu mjólkurafurða undanfarna 12 mánuði, söluhorfur á næsta verðlagsári, þróun á birgðastöðu og þróun á efnainnihaldi innleggsmjólkur. Ákvæði um ákvörðun greiðslumarksins er að finna í 52. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

Greiðslumark hvers árs er ákveðið með reglugerð sem sett er af sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, reglugerð 2020 er að finna hér.

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt er að finna hér.

Reglugerð um velferð nautgripa, nr. 1065/2014 er að finna hér.

Hér er að finna mánaðarlegar niðurstöður afurðaskýrsluhalds RML.

Hér er að finna upplýsingar um verðlagsnefnd búvara, fundargerðir og verðlagsgrundvöll kúabús.

Hugmyndir að fleiri efnisatriðum á þessari síðu má senda á lk@naut.is