Mjólkurframleiðsla

Grunnupplýsingar um nautgriparækt á Íslandi

 – uppfært 21. mars 2016 –

 

Lágmarksverð mjólkur: Samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara  er lágmarksverð mjólkur til framleiðenda 84,39 kr. pr. líter, m.v. 4,11% fitu og 3,32% prótein frá 1. ágúst 2015. Vægi fitu í lágmarksverði er 50% og próteins er 50%.

 

Beinar greiðslur á verðlagsárinu 2016 verða að jafnaði 41,67 kr/ltr, alls 5.709,4 m.kr. Kynbóta og þróunarfé er 171,4 m. kr. Gripagreiðslur eru 680,3 m.kr. Óframleiðslutengdur stuðningur er 198,8 m.kr. Alls 6.759,9 m.kr. skv. fjárlögum 2016 eða 49,71 kr/ltr. að jafnaði.

 

Greiðslumark mjólkur verðlagsárið 2016 er 136.000.000 lítrar og skiptist það á milli u.þ.b. 635 greiðslumarkshafa. Þegar LK var stofnað 4. apríl árið 1986 voru mjólkurframleiðendur 1.822.

 

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði gera tillögu að greiðslumarki í samræmi við þróun á sölu mjólkurafurða undanfarna 12 mánuði, söluhorfur á næsta verðlagsári, þróun á birgðastöðu og þróun á efnainnihaldi innleggsmjólkur. Ákvæði um ákvörðun greiðslumarksins er að finna í 52. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

 

Greiðslumark hvers árs er ákveðið með reglugerð sem sett er af sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, greiðslumarksreglugerð 2016 er að finna hér.

 

Í viðaukum með greiðslumarksreglugerð 2016 er einnig að finna

Verklagsreglur um ráðstöfun fjármuna til kynbóta- og þróunarstarfsemi,

Verklagsreglur um ráðstöfun framlaga til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, Verklagsreglur um framkvæmd úttekta vegna framlaga til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, Verklagsreglur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt árið 2016, Verklagsreglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu og Verklagsreglur um framlög til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt.

 

Upplýsingar um framleiðslu og sölu nautgripaafurða frá 2006-2015 er að finna hér.

 

Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum, kvótamarkað, er að finna hér. Breytingu á reglugerðinni, þar sem markaðsdögum er fjölgað í þrjá; 1. apríl, 1. september og 1. nóvember er að finna hér. Breyting á reglugerðinni, þar sem viðskipti eru heimiluð framhjá kvótamarkaði, þegar greiðslumark er flutt milli tveggja lögbýla á jörð í eigu/ábúð handhafa greiðslu­marks er að finna hér.

 

Reglugerð um gripagreiðslur er að finna hér, breytingar vegna tvöföldunar greiðslna út á holdkýr er að finna hér og orðalagsbreytingar hér.

 

Reglugerð um velferð nautgripa, nr. 1065/2014 er að finna hér. Lög nr. 55/2013 um velferð dýra er að finna hér.

 

Reglugerð um merkingar búfjár, nr. 916/2012 er að finna hér.

 

Hér er að finna reglur um flokkun og verðfellingu mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleyfa og frjálsra fitusýra.

 

Hér er að finna gæðakröfur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til hrámjólkur og reglur um gæðaálag.

 

Hér er að finna mánaðarlegar niðurstöður afurðaskýrsluhalds BÍ og hér er að finna nokkrar lykiltölur úr því frá 1978-2015.

 

Með því að smella hér, má sjá þróun á vikuinnvigtun mjólkur hjá afurðastöðvum innan SAM.

 

Hér er að finna samning milli kúabænda og ríkisins um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar, sem gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012. Hér er að finna breytingar á samningnum, þar sem verðtryggingarákvæði er skert 2009-12 en samningurinn framlengdur til 31. desember 2014. Hér er að finna breytingar á samningnum þar sem hann er framlengdur til 31. desember 2016.

 

Á heimasíðu DATAMARKET má sjá myndræna framsetningu á fjölda nautgripa frá 1990 til 2013 með því að smella hér.

 

Hér er að finna reglugerð nr. 919/2002 um mjólk og mjólkurvörur.

 

Hér er að finna upplýsingar um verðlagsnefnd búvara, fundargerðir og verðlagsgrundvöll kúabús.

 

Hugmyndir að fleiri efnisatriðum á þessari síðu má senda á lk@naut.is