Markaðsmál

Markaðsmál nautgriparæktarinnar

Eitt af aðalverkefnum Landssambands kúabænda er að sinna markaðsmálum afurðanna og situr t.d. einn fulltrúi LK í sk. fræðslu- og markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins. Í kjölfar skipulagsbreytinga í mjólkuriðnaði hefur FMMI orðið ábyrg fyrir starfseminni gagnvart Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í nefndina skulu tilnefndir 4 fulltrúar, þ.a. einn frá Landssambandi kúabænda. Helsta verkefni FMMI er kynningarstarfsemi sem byggir undir jákvæð langtímaviðhorf gagnvart mjólkurvörum.

Hvað snertir nautgripakjöt, sér LK um niðurgreiðslur á auglýsingum til þeirra sem auglýsa nautgripakjöt til sölu, auk þess að styrkja sérstaklega þróunarvinnu með nýjungar í nautakjöti. Þá heldur LK úti sérstöku svæði fyrir uppskriftir og ýmis heilræði varðandi eldun á nautakjöti hér á forsíðu naut.is.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um nautakjötsframleiðsluna

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um mjólkurframleiðsluna

Innkaup á rekstrarvörum er eðlilega gríðarlega stór þáttur í rekstri kúabúa. Af þeim sökum heldur LK úti verðeftirliti á stórum kostnaðarliðum, sem og gerir verðkannanir með óreglubundnum hætti. Hér fyrir neðan má smella á hlekki sem veita aðgengi að upplýsingum sem snúa að rekstrarvörum.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um kjarnfóður og verðskrá kjarnfóðurs

Verðkönnun LK á rúlluplasti og rúlluneti, júní 2010

 

Síðast uppfært 1. september 2017 / MG