Kennslubók í nautgriparækt

Í júní 2021 var gefin út ný kennslubók í nautgriparækt en síðast hafði komið út kennslubók í nautgriparækt hér á landi í útgáfu Bændaskólans á Hvanneyri árið 1984. Frá þeim tíma hefur auðvitað ótal margt breyst í nautgriparækt hér á landi, en þó hefur ekki komið út nýtt kennsluefni með beinum hætti innan greinarinnar allan þennan tíma fyrr en nú. Snorri Sigurðsson er ritstjóri bókarinnar en að faglegum skrifum koma alls 20 aðilar sem einnig eru með staðgóða þekkingu á búgreininni. Þessi nýja bók inniheldur 20 kafla um sértæk svið búgreinarinnar og spannar bókin allt fagsvið nautgriparæktarinnar. Hér má nálgast hvern kafla fyrir sig.

Kafli 1, upphaf og umfang nautgriparæktar á heimsvísu

Kafli 2, íslensk nautgriparækt

Kafli 3, helstu nautgripakyn

Kafli 4, lífeðlisfræði nautgripa

Kafli 5, mjólk og mjólkurmyndun

Kafli 6, atferli og velferð

Kafli 7, fóður og fóðrunaraðferðir

Kafli 8, fóðurþarfir nautgripa

Kafli 9, fóðuráætlanir

Kafli 10, fóðrun nautgripa á mismunandi skeiðum

Kafli 11, beit og beitarstjórn

Kafli 12, frjósemi nautgripa

Kafli 13, nautgripasjúkdómar

Kafli 14, kynbætur nautgripa

Kafli 15, klaufir

Kafli 16, mjaltir, mjólkurgæði og júgurheilbrigði

Kafli 17, kjötframleiðsla

Kafli 18 , bústjórn og skýrsluhald

Kafli 19, rekstur nautgripabúa

Kafli 20, áhugavert rafrænt fræðslu- og uppflettiefni