Gin og klaufaveiki, Salmonella, Garnaveiki, Smitandi júgurbólga eða Hringskyrfi.

Nei takk!

Smit getur borist….

Milli dýra Með öllum gestum, t.d. ü      öðrum bændum ü      dýralæknum,  sæðinga- mönnum og ráðunautum ü      sláturhúsbílum ü      fóðurflutningum og ü      öðrum þjónustuaðilum   Með áhöldum og tækjum. Með heimsóknum í önnur fjós, bæði hérlendis og erlendis Með erlendum gestum

Verndaðu bú þitt og annarra:

ü       Í gallann!

      Allir gestir skulu klæðast  hreinum utanyfirfötum, annaðhvort einnota eða fatnaði búsins. Stígvél eiga að vera hrein, líka

      undir sólanum. Notið skóhlífar.

ü      Nemið staðar við dyrnar!

Flutningabílstjórar eiga ekki að fara inn í fjós, bændur eiga heldur ekki að fara inn í bílinn. Munið að múlar og kaðlar geta borið með sér smit.

ü      Heilbrigð dýr!

      Kaupið aldrei dýr nema í samráði við dýralækni. Fáið skrifleg vottorð!

ü      ü       Hreint og ómengað fóður og vatn!

ü      Hreint inn – hreint út!

      Klaufskurðarbásar og önnur áhöld sem fara á milli bæja geta borið með sér smit. Þrífið og sótthreinsið tæki bæði fyrir

      og eftir notkun!

 

ü      Utanlandsferðir!

Aldrei ætti að líða skemmri tími en 48 klst. frá því að farið er úr erlendu fjósi þar til að farið er í fjós hér heima. Munið að þvo og sótthreinsa fatnað og skó þegar þið komið heim.  Salmonella og hringskyrfi eru algengir sjúkdómar erlendis og smitið getur auðveldlega borist hingað heim heim.

ü      ü      Erlendir gestir og farandverkafólk!

      Erlent farandverkafólk og gestir geta óafvitandi borið með sér ýmsa sjúkdóma.

ü      Meindýravarnir!

      Mýs og flugur eru öflugir smitberar. Hundar og kettir geta sömuleiðis borið með sér mikið smit.