Erlend fagtímarit

Víða um heim eru gefin út fagblöð fyrir kúabændur og er hér á síðunni (neðarlega) að finna lista með upplýsingar um nokkur af þeim (kosta flest um 5.000,- í heimalandinu). Flest eru auðlesin, enda bókmál flestra tungumála mun auðveldara en talmál.

Það er mjög erfitt að gera upp á milli blaðanna hér á síðunni, enda öll góð. Þegar þú hefur hinsvegar ákveðið þig, getur þú notað eftirfarandi upplýsingar til að gerast áskrifandi á einhverju af neðangreindum blöðum.

Ef þú veist um gott fagblað í nautgriparækt sem ekki er á listanum, vinsamlegast sendu okkur þá tölvupóst á lk@naut.is með upplýsingum um það og við skellum því á listann.

Þegar þú óskar eftir að gerast áskrifandi getur þú notað eftirfarandi texta, sem gengur bæði í Noregi, Svíþjóð og Danmörku:

Til vedkommende:
Jeg, undertegnede, önsker abonnement på ________________ og önsker at få bladet sent på nedenstående addresse.

På forhånd tak

Jón Jónsson

Venligst send bladet til:
Jón Jónsson
Jónukot (og í hvaða hreppi)
IS – Númer og Póststaður
ISLAND

Einnig má senda bréf á ensku:

To whom it may consern:
I would like to subscribe to _________________. Please send to:

Jón Jónsson
Jónukot (og í hvaða hreppi)
IS – Númer og Póststaður
ISLAND

With best regards

Jón Jónsson

Landsbladet KVÆG (danska)
– sérhæft blað fyrir kúabændur sem kemur út mánaðarlega. Gefið út af dönsku bændasamtökunum.
Áskrift: mhe@landsbladet.dk

Danske Mælkeproducenter (danska)
– sérhæft blað fyrir kúabændur sem kemur út mánaðarlega. Gefið út af félagi kúabænda í Danmörku.
Áskrift: borsmark@bors-mark.dk

Husdjur (sænska)
– sérhæft blað fyrir kúabændur, sem kemur út mánaðarlega.
Áskrift: husdjur@svenskmjolk.se

Lantmannen (sænska)
– almennt landbúnaðarblað fyrir alla bændur, með bæði umfjöllun um tækni, jarð- og búfjárrækt. Blaðið kemur út mánaðarlega.
Áskrift: www.lantmannen.com/prenumeration.htm. Þá kemur upp eyðublað sem á að fylla út og ýta svo á „Skicka“.

Lantbruk (sænska)
– stærsta landbúnaðarblað fyrir bændur í Svíþjóð

Netfang: www.lantbruk.com

Buskap (norska)
– sérhæft blað fyrir kúabændur. Gefið út af GENO (ræktunarfélagi norskra kúabænda).
Áskrift: jan.erik.kjaer@geno.no

Norsk landbruk (norska)
– almennt landbúnaðarblað fyrir alla bændur, með bæði umfjöllun um tækni, jarð- og búfjárrækt. Blaðið kemur út mánaðarlega.
Áskrift: norsk.landbruk@landbruksforlaget.no

Profi (enska)
– tækniblað landbúnaðarins sem kemur út mánaðarlega, þar sem fjallað er um allt sem viðkemur tækni í landbúnaði.
Áskrift: reader@profi.com


Ertu með ábendingu á gott fagblað? Sendu okkur póst á lk@naut.is.