Flokkar: Sjúkdómar

8. mars 2004

Ginseng gegn júgurbólgu!

 

Ginseng, sem er vinsælt náttúrulyf hjá fólki, hefur örvandi áhrif á ónæmiskerfi kúa og styrkir þar með varnarkerfi júgursins gegn júgurbólgu. Doktorsverkefni, sem gert var við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Ultuna, sýnir fram á þetta.

Þegar kýr voru meðhöndlaðar með extrakt ginsengrótar við leyndri Staf. Aureus sýkingu, kom í ljós að hæfileikar hvítu blóðkornanna til að berjast við bakteríur jukust til muna, ásamt því að hvítu blóðkornunum fjölgaði. Frumutalan lækkaði, og sýktum mjólkurkirtlum fækkaði.

Ginseng hefur verið notað í lækningaskyni í Kína í árþúsundir, og nú er einnig búið að sýna fram á það að það virkar gegn júgurbólgu í kúm!

 

Landssamband kúabænda, mars 2004

Þýtt úr Kvæg, januar 2004.