Afleysingasjóður, úthlutunarreglur

Flokkar: Réttindi

31. maí 2002

Afleysingasjóður, úthlutunarreglur

Afleysingasjóður kúabænda

Reglur um úthlutun styrkja

Markmið með nýjum reglum um styrkgreiðslur til afleysingahringa og einstakra kúabænda, er að gera sem flestum kúabændum kleift að taka orlof og frídaga og nýta þannig betur eftirstöðvar afleysingasjóðsins.

1. grein

Rétt til styrkgreiðslu úr Afleysingasjóði kúabænda eiga allir starfandi kúabændur sem hafa 5.000 lítra greiðslumark eða meira.

2. grein

Þegar kúabóndi hyggst sækja um styrk til Afleysingasjóðs kúabænda, vegna töku orlofs eða frídaga, skal hann senda til skrifstofu Landssambands kúabænda eftirfarandi gögn:

a) Afriti af undirrituðum launaseðli eða reikningi, ef um verktöku er að ræða, þar sem fram komi fjöldi afleysingadaga, greidd laun og aðrar greiðslur.

b) Ef um afleysingahring er að ræða skal jafnframt fylgja afrit af ráðningasamningi starfsmanns.

3. grein

Hámarksfjöldi afleysingadaga, sem styrkur er greiddur út á, eru 14 dagar á hvert kúabú á ári. Hámarksstyrkur vegna launþega er 2.140,- kr. á dag, m.v. launavísitölu 1. janúar 2000. Styrkur getur þó ekki orðið hærri en 40% af launum og launatengdum gjöldum. Ef samningslaun eru lægri greiðist sama hlutfall þeirra.

4. grein

Árinu er skipt í ársfjórðungsleg uppgjörstímabil og skulu greiðslur fara fram í lok næsta mánaðar eftir hvert tímabil. Áður en greiðsla er innt af hendi þurfa öll gögn, sbr. 2. grein, að liggja fyrir. Gögnum skal skilað eigi síðar en 20. dag uppgjörsmánaðar. Berist gögn síðar færist uppgjör yfir á næsta tímabil.

Ákvæði til bráðabirgða

Reglur þessar taka gildi 1. janúar 2000. Eldri reglur falla þó ekki úr gildi gagnvart þeim afleysingahringum sem voru á skrá LK þann 31. desember 1999, fyrr en 31. mars 2000.

Til baka