Afhendi vegna haustfunda LK

 

1. Mjólkurframleiðslan

Ø      Mjólkurframleiðslan sl. verðlagsár var 109,7 millj. ltr. Greiðslumarkið var 105 millj. ltr. og umframmjólk því 4,7 millj. ltr. Greitt var fyrir próteinþáttinn í þremur milljónum lítra af umframmjólkinni.

 

Ø      Sala mjólkurvara var þannig að miðað við prótein seldust 108,5 millj. ltr., og miðað við fitu seldust  98,1 millj. ltr. Salan skiptist þannig eftir vöruflokkum:

 

Vöruflokkur Selt magn, prótein Selt magn, fita Söluþróun
Samtals mjólk 42,97 millj. ltr. 26,08 millj. ltr.    –
Samtals rjómi   1,63     „ 16,70    „    +
Samtals jógúrt   3,19     „   2,69    „    ++
Samtals skyr  11,42     „  0 ,21    „    ++
Samtals viðbit   2,72     „ 24,68    „     +
Samtals ostar 39,06     „ 25,14    „     +
Samtals duft   7,2     „   2,02    „     +
Samtals annað   0,27     „   0,55    „     –
Samtals    108,5 millj. ltr.   98,1 millj. ltr.   

 

Til samanburðar má geta þess að árið 1993 var liðurinn “Samtals mjólk” með 51 % af sölunni m.v. prótein, og 35 % m.v. fitu. Undanfarið hefur mjólkursala dregist saman, en söluaukning orðið í rjóma og smjöri. Þá hefur skyr (bæði hrært og sk. drykkjarskyr) gengið gríðarlega vel í sölu.

 

Ø      Heildarsala mjólkurafurða hefur verið sem hér segir frá því verðlagsárið 1992/1993:

 

Verðlagsár Heildarsala,  prótein, Heildarsala,  fita Sala á íbúa, prótein Sala á íbúa, fita
1992/1993   98,4 millj. ltr   97,7 millj. ltr 375 lítrar 373 lítrar
1993/1994 101,7   „ 100,4,   „ 384    „ 379    „
1994/1995 100,3   „ 100,2    „ 376    „ 375    „
1995/1996 101,9   „ 100,2    „ 380    „ 374    „
1996/1997 101,5   „  97,8     „ 376    „ 363    „
1997/1998 103,1   „  99,9     „ 379    „ 367    „
1998/1999 103,0   „  98,8     „ 374    „ 359    „
1999/2000 105,6   „  98,6     „ 379    „ 354    „
2000/2001 107,0   „  98,6     „ 378    „ 348    „
2001/2002 106,3   „  97,0     „ 371    „ 339    „
2002/2003 106,6   „  96,2    „ 370    „ 334    „
2003/2004 108,5   „  98,1    „ 373    „ 338    „

 

Ø      Ef greiðslumark verður ákvarðað með sama hætti og verið hefur, má gera ráð fyrir að mjólkuriðnaðurinn þurfi að kaupa prótein úr ca. þremur milljónum lítra umframmjólkur ár hvert næstu ár.

 


2. Nautakjötsframleiðslan

Ø      Innlagt nautakjöt sl. verðlagsár var 3.565 tonn, auking um 1,2 %. Ungnautakjöt er 1.978 tonn, kýrkjöt 1.199 tonn, eldri kýr og bolar 274 tonn, ungkálfar 105 tonn, alikálfar 8 tonn. Biðlistar eru um þessar mundir stuttir eða engir. Verð hafa nokkuð verið að hækka síðustu vikur en afkoma þeirra sem stunda þessa framleiðslu sem aðalstarf er mjög erfið. Viðræður við landbúnaðarráðuneytið um hugsanlegar aðgerðir til úrbóta hafa ekki enn skilað árangri. Þó ber að hafa í huga að nautakjötsframleiðendur sem halda kýr munu njóta gripagreiðslna þegar þar að kemur.

 

3. Afkoma kúabúa 2003

Ø      Erfitt er að finna eitt og einfalt lýsingarorð til að lýsa afkomu kúabænda á árinu 2003. Í skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 2003 kemur fram veruleg fjölgun kúabúa sem koma til uppgjörs. Þegar litið er á öll kúabú sem koma til uppgjörs, virðist afkoma heldur hafa versnað. Þegar litið er á samanburð sömu búa virðist afkoman hafa batnað umtalsvert. Ljóst er að meðaltalið einhver blanda af þessu tvennu og líklega nær sanni að afkoman hafi fremur batnað á árinu.

 

Ø      Skipting fjárfestinga árin 2002 og  2003 var sem hér í þús. króna á verðlagi hvors árs:

 

Fjárfesting 2002 2003
Bústofn 0 30
Vélar og tæki 1.173 1.203
Ræktun 86 33
Jörð 11 76
Byggingar 742 606
Byggingar, ferðaþj. 0 13
Greiðslumark 1.192 994
Samtals 3.205 2.956

 

Ø      Núna í október 2004 eru 856 jarðir með greiðslumark til mjólkurframleiðslu.

 

4. Einstaklingsmerkingar

Ø      Merkingar nautgripa. Nú er liðið rétt rúmt ár síðan allir kúabændur áttu að byrja að merkja alla nýfædda gripi (e. 1. sept. 2003). Frá og með 1. janúar 2006 eiga allir nautgripir að vera komnir inn í gagnagrunninn MARK og fyrir 1. september 2005 þurfa allar kýr og kvígur að vera skráðar í gagnagrunninn, því annars fást ekki fullar gripagreiðslur þegar þær byrja 1. september 2006. Kýr og kvígur þurfa þó ekki að vera með viðurkennt plötumerki í eyra, séu þær fæddar fyrir 1. september 2003, en skulu þó hafa plötumerki í eyra með forprentuðu númeri á.

 

5. Alþjóðasamningar

Ø      Alþjóðasamningar um viðskipti (WTO) halda áfram og nú er hugsanlegt að þeim ljúki í desember á næsta ári. Á þessu stigi er óljóst um hugsanleg áhrif þeirra á íslenska mjólkurframleiðslu.

 

6. Fagráð í nautgriparækt

Ø      Minnt er á að Fagráð í nautgriparækt hyggst gangast fyrir umræðu um stefnumótun í fagstarfi nautgriparæktarinnar nú í vetur. Kúabændur eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt eftir föngum. Þá skal minnt á spurningalista sem sendur hefur verið vegna athugana á kálfadauða og þeir sem listann hafa fengið hvattir til að veita umbeðnar upplýsingar.

 

7. Verðlagsmál

Ø      Mjólkurverð til framleiðenda hækkaði um 2,4% hinn 1. janúar 2004. Vegna góðrar afkomu mjólkuriðnaðarins var ákveðið að hann tæki þessar hækkanir á sig og ekki kæmi til verðhækkana til neytenda vegna þeirra.

 

Ø      Að sumu leyti er óvenjuleg staða í verðlagsmálum núna. Hinn 1. september 2005 tekur gildi ný skipan verðlagsmála og verða beingreiðslur eftir það óháðar ákvörðunum Verðlagsnefndar. Stjórn Landssambands kúabænda hefur formlega óskað eftir leiðréttingu á mjólkurverði frá og með næstu áramótum. Framreikningur verðlagsgrundvallar fyrir 1. september liggur ekki fyrir en bent skal á að vísitala neysluverðs hefur hækkað nálægt 3,7% á tólf mánaða tímabili. Afkoma samlaganna getur einnig haft áhrif við þessa ákvörðun.

 

Ø      Það er síðan mikið álitamál hvort og þá hversu lengi verður framhald á opinberri verðlagningu á mjólk til framleiðenda. Ef færa þarf niður reiknaðan stuðning vegna alþjóðasamninga, gæti afnám opinberrar verðlagningar til framleiðenda verið liður í því.

 

Þetta er nýtt sjónarhorn en hvað finnst þér um það ?

 

8. Jarðakaup ofl.

Ø      Talsverð umræða hefur orðið síðustu vikur um jarðakaup og nautgriparækt fyrirtækja og meintra auðmanna. Rétt er að minna á nokkur atriði í þessu sambandi:

A.     Þegar sauðfjársamningur var undirritaður 1. október 1995, fylgdi honum sérstök bókun um nauðsyn þess að Jarðsjóður keypti þær jarðir sem bændur gætu ekki selt á frjálsum markaði. Það er því innan við áratugur síðan það var viðurkennt vandamál að jarðarverð væri of lágt. Því ætti það í sjálfu sér ekki að koma á óvart þótt það hafi farið hækkandi undanfarin ár og geti haldið áfram að hækka.

B.     Nautgriparæktin þarf ca. 40.000 ha ræktaðs lands til að uppfylla þarfir íslensku þjóðarinnar fyrir nautgripaafurðir. Það er ekkert þar að gerast sem ógnar möguleikum nautgriparæktarinnar hvað varðar aðgang að ræktuðu landi.

C.     Samkvæmt nýjum jarða- og ábúðarlögum eru afar litlar hömlur á hverjir geta eignast bújarðir og hvaða starfsemi er þar stunduð. Megin röksemdir fyrir breytingu á lögunum voru annars vegar athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA, og hins vegar almenn þróun í þjóðfélaginu um aukið viðskiptafrelsi. Landbúnaðarráðherra orðaði þetta svo í framsögu ,,Með ákvæðum þessa frumvarps er stefnt að því að færa löggjöf um jarðir í átt til nútímans og að samræma eins og unnt er eignarrétt og umsýslu jarða þeim meginreglum sem gilda um aðrar fasteignir í íslenskri löggjöf. Eins og áður hefur verið gerð grein fyrir eru í gildandi löggjöf verulegar takmarkanir á ráðstöfunarrétti jarðeigenda og ýmsar kvaðir lagðar á þá sem geta verið mjög íþyngjandi og hafa oft í framkvæmd reynst ósanngjarnar. Með frumvarpi þessu er ætlunin að bæta að nokkru leyti úr þessum annmörkum án þess að gengið sé lengra en þörf krefur“.  Alþingi gekk síðan lengra í að afnema forkaupsrétt sveitarfélaga en frumvarp landbúnarráðherra gerði ráð fyrir. Það er mjög vandséð að lögum verði breytt í átt til þess að handstýra viðskiptum með bújarðir eða hagnýtingu þeirra.

D.     Ef mikið fjármagn leitar í kaup á jörðum og greiðslumarki, leiðir það til hækkunar á verði. Það getur síðan raskað forsendum þeirra sem eru að byggja upp sinn rekstur og áforma kaup á greiðslumarki og/eða jörðum. Þetta er að gerast í einhverjum mæli og kemur að sjálfsögðu illa við þá sem það bitnar á.

E.      Innkoma nýrra aðila getur breytt samfélagi kúabændanna og einnig breytt ímynd kúabænda sem stéttar og þá einnig ímynd nautgriparæktarinnar. Þetta er það atriði sem flestir hafa nefnt í umræðum síðustu daga og vikna. Þá kunna einhverjir að óttast að búrekstur mjög fjársterkara aðila þróist hratt í mjög stórar einingar.  Það er nú oftast svo að ,,veldur hver á heldur“. Ef þau bú sem fyrirtæki og meintir auðmenn kunna að eiga og/eða reka, verða starfrækt af stórhug og metnaði þar sem aðbúnaður og starfskjör starfsfólks verður í góðu lagi, og aðbúnaður búfjár og umhirða öll í góðu standi, þá er ótti við þessa þróun að líkindum óþarflega mikill.

 

Ø      Ekkert fyrirtæki og enginn meintur auðmaður fær sem jarðeigandi hlutdeild í þeim stuðningi sem samið hefur verið um í ,,Samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar“ nema stunduð sé mjólkurframleiðsla á jörðinni. Það fær enginn stuðning fyrir ekki neitt. Þetta er enn ein staðfesting þess að  framleiðslutengdur stuðningur er besta stuðningsformið. Hvernig um semst milli eiganda og ábúanda eða starfsfólks er þeirra ákvörðun, en kjarasamningar og landslög leggja þó nokkrar línur í því efni. Líklega skipta þó ábúðarlög litlu eða engu máli fyrir jarðeiganda sem stundar rekstur í eigin nafni á eignarjörð sinni. Helst kann að vera álitamál hvort ákvæðið um að ,,Ábúendur sem samkvæmt lögum þessum geta verið einstaklingar“, nái til sjálfseignarbænda.

 

9. Nýr mjólkursamningur

Ø      Hinn 10. maí sl. undirritaði samninganefnd bænda, ásamt landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, nýjan samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Samningurinn var lagður í dóm kúabænda og var niðurstaða atkvæðagreiðslu sem hér segir: Á kjörskrá voru 1529. Atkvæði greiddu 1021, sem er 66,8 %. Já sögðu 961 sem er 94,1 % Nei sögðu 43, sem er 4,2 %. Auðir seðlar og ógildir voru 17, sem er 1,7 %.

Á Alþingi féllu atkvæði þannig þegar efni samningsins var fellt inn í búvörulög, að 43 sögðu já, 4 sátu hjá, fjarstaddir voru 16. Eins og þessar atkvæðatölur bera með sér var góð sátt um málið á Alþingi og er ástæða til að þakka landbúnaðarráðherra og landbúnaðarnefnd Alþingis fyrir góðan skilning á málefnum greinarinnar.

 

Ø      Núverandi form á samningum við ríkið hefur gefist kúabændum vel. Það er ótvíræður styrkur og dýrmætt aðhald fyrir samningamenn kúabænda að samningurinn skuli lagður í dóm kúabænda. Sú skoðun heyrist öðru hvoru að fella beri sem mest af stuðningi við landbúnaðinn undir einn samning. Sá samningur yrði þá líklega gerður við Bændasamtök Íslands og ólíklegt að hægt yrði að bera hann undir atkvæði bænda, í það minnsta myndu kúabændur þá missa þann sjálfstæða atkvæðisrétt sem þeir hafa nú. Þótt nokkuð sé í að vinna hefjist við nýjan samning er samt tímabært að spyrja:

Ø

Hvað finnst þér ? Vilt þú að kúabændur hafi áfram sjálfstæðan atkvæðisrétt um saming við ríkisvaldið ?
Í 6. grein samningsins er kveðið á um framlög ríkisins. Eftir er að ákveða nokkur atriði sem tengjast framlögunum. Ríkissjóður greiðir á samningstímanum framlög sem hér segir:

Tafla 1

Verðlagsár Heildarfjárhæðir Beingreiðslur Kynbóta og þróunarfé Gripagreiðslur Óframleiðslutengdur stuðningur
2005/2006 4.000 3.900 100
2006/2007 3.960 3.465 99 396
2007/2008 3.920 3.381 98 392 49
2008/2009 3.881 3.299 97 388 97
2009/2010 3.842 3.218 96 384 144
2010/2011 3.804 3.139 95 380 190
2011/2012 3.766 3.014 94 376 282

 

Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag 1. janúar 2004, er var 230,0 stig og taka mánaðarlegum breytingum þaðan í frá skv. vísitölu neysluverðs.

 

6.1              Beingreiðslur:  Til greiðslumarkshafa skv. 4. grein og upphæðir í töflu 1.

 

Engar sérstaka aðgerðir eru nauðsynlegar vegna þessa liðar.

 

6.2              Greiðslur vegna kynbóta- og þróunarstarfsemi:  Frá og með verðlagsárinu 2005/2006 verða greidd framlög til Bændasamtaka Íslands (sjá töflu 1) til kynbóta- og þróunarverkefna í nautgriparækt. Fjárhæðinni skulu samtökin ráðstafa í samráði við framkvæmdanefnd búvörusamninga. Greiða skal með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.

 

Eins og kynnt var í vetur og vor á þessi stuðningur að koma í stað auragjaldsins sem samlögin innheimta nú. Sú innheimta á að falla niður í lok ágúst 2005.   Þá lagabreytingu þarf að gera í vetur.

 

6.3              Gripagreiðslur:  Frá og með verðlagsárinu 2006/2007 verða teknar upp gripagreiðslur,  sbr. töflu 1. Greiðslunum skal ráðstafað til aðila er eiga kýr sem eru einstaklingsmerktar og hafa átt að minnsta kosti einn kálf samkvæmt upplýsingum úr einstaklingsmerkingakerfinu MARK. Viðtakanda greiðslna skal skrá sérstaklega og skal viðkomandi stunda virðisaukaskattsskyldan búrekstur, skv. lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988,  á lögbýli. Ríkissjóður greiðir að hámarki út á samtals 27.400 kýr, sem er meðalkúafjöldi á árunum 2000-2002. Grundvöllur gripagreiðslna er meðalfjöldi einstaklingsmerktra kúa á viðkomandi búi næstliðið verðlagsár. Ef heildarfjöldi einstaklingsmerktra kúa á landinu er lægri en 27.400, hækkar greiðsla á kú hlutfallslega. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða á sama lögbýli er heimilt að skrá þá sérstaklega, sbr. reglur um skráningu handhafa greiðslumarks. Greiðslur á grip fara eftir fjölda kúa á hverju lögbýli skv. eftirfarandi töflu.

Tafla 2

Fjöldi kúa Hlutfall óskertrar greiðslu
1-40 100 %
41-60   75 %
61-80   50 %
81-100   25 %
101 og yfir     0 %

 

Ef fjöldi gripa á lögbýli fer yfir 170 skerðast gripagreiðslur um 25% fyrir hverjar 10 kýr sem umfram eru, þannig að bú með fleiri en 200 kýr nýtur ekki gripagreiðslna. Framkvæmdanefnd búvörusamninga setur nánari reglur um greiðslur gripagreiðslna.

 

Það er mjög brýnt að allir hlutaðeigandi átti sig á að gripir þurfa að vera merktir fyrir 31. ágúst 2005 til að greitt verði út á þá strax á fyrsta ári. Sjá annars kafla um merkingar nautgripa.

 

Óframleiðslutengdar og/eða minna markaðstruflandi greiðslur:  Greiðslur skv. töflu 1.Fyrir 1. september 2006 skal liggja fyrir samkomulag milli aðila um ráðstöfun greiðslna samkvæmt þessum lið til óframleiðslutengdra og/eða minna markaðstruflandi stuðnings, m.a. til eflingar jarðræktar.

 

Hér er sett það markmið að fyrir 1. september 2006 skuli þetta samkomulag liggja fyrir. Varðandi stuðning við jarðræktina, þá má áætla að kúabændur séu að nýta ca. 40.000 ha ræktaðs lands. Ef við gefum okkur að 10 % af því séu opið land og að greitt verði 10 til 20 þúsund á ha, þá fara í þennan lið 40 til 80 milljónir. Þá þarf að finna annan farveg fyrir ca. 200 milljónir. Þar virðist um tvær leiðir að velja:

 

q       Í fyrsta lagi að styðja einhvers konar verk- eða viðfangsefni sem fallið geta undir skilgreiningar alþjóðasamninga sem grænar greiðslur. Skoða þarf hvort stuðningur við mjólkurflutninga gæti komið til greina og einnig hvort hægt væri að kosta sæðingastarfsemina í meira mæli gegnum þennan lið.  Þess þarf að gæta eftir föngum að fjármagnið nýtist kúabændum í líkum/sömu hlutföllum og greiðslumarkið.

 

q       Í öðru lagi er hugsanlegt að greiða umræddan stuðning út á greiðslumarkið án þess að nokkrar kvaðir séu á lagðar um framleiðslu eða framleiðuaðstæður (Ótengdur tekjustuðningur). Ef hægt væri að greiða stuðninginn út á greiðslumarkið eins og það er hjá hverjum framleiðanda á hverjum tíma væri það minnsta röskunin.  Þá mætti einnig skoða þá leið að greiða stuðninginn á þær jarðir sem eiga greiðslumark á tilteknum degi í sömu hlutföllum og greiðslumarkið er/var þá.

 

Hvað finnst þér um þau atriði sem hér eru nefnd og tengjast nýjum mjólkursamningi ?