Gæðastýrt eftirlit með kálfum

Flokkar: Fóðrun
11. nóvember 2003

Gæðastýrt eftirlit með kálfum !

Aldrei verður of oft minnt á að smákálfurinn er mjólkurkýr framtíðarinnar og þarf strax frá upphafi að huga vel að uppeldinu. Eitt atriði er að skoða vel kálfastíuna og þann aðbúnað sem kálfarnir eru aldir við:

Skrifið niður fastar verklagsreglur fyrir kálfauppeldið.
Fastsetjið ábyrgð umsjónarmanna fyrir hin mismunandi verkefni.
Kvittið fyrir verkefnum sem innt hafa verið af hendi, og komið þeim skilaboðum til annara með því að hafa skilaboðatöflu á svæðinu.
Búið til vökudeild fyrir nýfædda kálfa.
Sjáið til þess að það séu til auka einstaklingsstíur til að mæta sérstökum tilfellum.
Notið vagn til að flytja mjólkina til kálfanna.
Útbúið góða þvottaaðstöðu fyrir áhöld og fötur.
Tryggið að þið hafið margar auka fötur.
Innréttið kálfastíur þannig að hægt sé að moka undan þeim með vél.
Notið létt efni sem auðvelt er að flytja.
Framkvæmið dýraflutninga og þrif á fyrirfram ákveðnum vikudögum.

Landssamband kúabænda 2003