Er sýrður broddur kannski lausnin?

Flokkar: Fóðrun
11. nóvember 2002

Er sýrður broddur kannski lausnin ?

Reynsla margra bænda hérlendis með notkun á sýrðri mjólk er mjög góð. Ekki fer jafn miklum sögum af sýringu á broddmjólk. Erlendis er það þó vel þekkt aðferð og hér á eftir fara nokkrar góðar ráðleggingar um sýringu broddmjólkur:
Hægt er að geyma sýrða broddmjólk í 2-3 vikur. Til að sýringin takist vel á að fylgja eftirfarandi reglum:
Þurrkið júgrið vel fyrir mjaltir.
Safnið umframmagni broddmjólkur, þá er nógu mikið magn til mjólkurgjafa í 2-3 vikur. Hellið broddinum í hreint ílát, kostur er að hafa krana við botn ílátsins, þá er auðveldara að tappa af.

Ekki má nota brodd úr kúm með júgurbólgu eða brodd sem inniheldur sýklalyf.

Blandið sýrðri mjólkurafurð strax út í fyrsta broddinn sem kemur í ílátið. Hrærið með hreinu áhaldi. Einnig er hægt að sýra brodd með því að nota t.d 10 ml propionsýru í hvern lítra af nýmjólkuðum broddi.
Ílátið með broddinum skal geymt við stofuhita, 17 – 22°C.
Hrærið kröftuglega í hvert skipti sem heitum broddi er hellt í súra mjólk.
Hitið broddinn fyrir gjöf í 35 – 40°C. Hægt er að þynna sýrða broddinn með 250 ml mjólk eða þurrmjólk fyrir hitun.
Snorri Sigurðsson