Rafræn merki eru framtíðin í búfjárrækt

Flokkar: Bútækni
5. febrúar 2010

Rafræn merki eru framtíðin í búfjárrækt

Á undanförnum árum hefur orðið ör þróun í notkun og nýtingu örmerkja í búfjárrækt. Allir kannast við nýtingu örmerkja til þess að merkja hross eða gæludýr en notkun örmerkja í búfé hefur ekki verið mjög útbreidd. Þetta kann nú að breytast í kjölfar þess að frá þarnæstu mánaðarmótum er öllum nautgripabændum í Danmörku gert skylt að merkja gripi sína (fædda eftir 28. febrúar 2010) með örmerkjum. Þetta er gert til þess að gera bæði bændum, þjónustu- og eftirlitsaðilum betur mögulegt að nýta tæknina í sína þágu.

 

Svotil allir stærstu framleiðendur eyrnamerkja fyrir búfé hafa nú fengið vottun á eyrnamerkj um sínum með ör merkj um í, en á liðnum árum hefur nokkuð verið tekist á um strauma og stefnur í gerð um örmerkja í eyrnamerkjum, sér í lagi hvað snertir af lestr ar mögu leika þeirra. Hefur þetta trúlega gert það að verkum að útbreiðslan hefur ekki verið hröð til þessa.

 

Nú er svo komið að ýmsir framleiðendur á öðrum búnaði fyrir búfé, t.d. framleiðendur innréttinga, eru farnir að horfa til þeirra möguleika sem eyrna-örmerki bjóða upp á. Þannig er til búnaður sem les sjálfvirkt gripamerkið þegar gripurinn fer að brynningarskál og gefur þannig upplýsingar um hegðun gripsins (hve oft hann drekkur osfrv.).

 

Örmerki eru einnig notuð við sjálfvirkar vigtar, kjarnfóðurgjöf ofl. Allt saman tæknilausnir sem til eru í dag og vafalítið eru margar fleiri lausnir nú þegar til. Nýtingarmöguleikar á örmerkjum í hefðbundinni búfjárrækt eru nánast óendanlegir og nánast eingöngu bundnir við hugmyndaflug/- leysi þeirra sem búa með skepnurnar. Þannig má sjá fyrir sér samtengingu loftnetskerfa við örmerki svo lesa megi út staðsetningu grips innan bús. Þetta getur t.d. gefið upplýsingar um stöðu á gangmáli svo dæmi sé tekið (t.d. í stað hreyfiteljara hjá kúm í lausagöngu). Á stóru sauðfjárbúi mætti hugsa sér sjálfvirkni við eftirlit með notkun örmerkja s.s. að morgni fái fjárbóndinn útskrift í hendur með upplýsingum um þunga gripanna (örmerki tengd við vigtarbúnað við brynningarskál) og óeðlileg frávik á ákveðnu tímabili. Einnig hvort einhver hafi t.d. lítið sem ekkert hreyft sig (veikindi?) osfrv. Þá eru til í dag ýmiskonar mælitæki sem koma mætti fyrir inni í áþekku plássi og einn sykurmoli tekur. Hita grips, hreyfingu ofl. mætti því sjá fyrir sér semmögulegar upplýsingar frá eyrnamerki sem bóndi gæti fengið í hendur dag hvern.

 

Ljóst er að með því skrefi sem nú hefur verið stigið í Danmörku, varðandi skyldumerkingar með örmerkjum, þá mun það skref ýta hraustlega við frekari þróun á nýtingarmöguleikum þessara merkja. Full ástæða er til þess að hlakka til þess að sjá hvað bíður okkar á þessu sviði á komandi árum.

 

Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands