ÁTAKSVERKEFNIÐ FAGFJÓS: Fréttir af fjósbyggingum í Danmörku

Flokkar: Mjaltatækni, bútækni, bústjórn og átaksverkefnið fagfjós
2. apríl 2004

ÁTAKSVERKEFNIÐ FAGFJÓS: Fréttir af fjósbyggingum í Danmörku

 

Fréttir af fjósbyggingum í Danmörku

Eftir Unnstein Snorra Snorrason, starfsmann „Átaksverkefnis um tæknilausnir í mjólkurframleiðslu“

Árið 2003 voru byggð 204 ný fjós í Danmörku.  Til samanburðar þá voru byggð 275 ný fjós árið 2002.  Af þessum 204 fjósum voru 175 með hefðbundinni mjaltatækni en 65 með mjaltaþjón.

 

Mörg af þessum nýju fjósum voru byggð fyrir 150 mjólkurkýr eða fleiri.

Gólfgerð og meðhöndlun mykju

Fjós með lokuðum gólfum með drenlögnum og sköfum sækja á.  Sérstaklega gólf sem eru úr forsteyptum einingum.  Á sumum svæðum í Danmörku er skipting á rimlagólfum og lokuðum gólfum næstum því 50/50.

 

Þá er það orðið algengara að gert sé ráð fyrir e.k. búnaði til að hreinsa rimla.  Ýmist er þá um að ræða sjálfvirka sköfur, t.d. togsköfur, eða vélbúnaður sem bæði nýtist til að hreinsa göngusvæðið, hreinsa aftan úr legubásunum og dreifa undirburði.

 

Mjaltatækni

Af þeim 204 fjósum sem byggð voru 2003 voru 175 með hefðbundinni mjaltatækni en 65 með mjaltaþjón.  Flestir sem velja hefðbundna mjaltatækni velja mjaltabás (30°dálkbás).  Alls voru settir upp 140 dálkbásar í Danmörku árið 2003 og er algengt að valið sé að vera með hraðútgangs (fastexit) útfærslu af slíkum básunum.  15% mjaltabásunum sem settir voru upp 2003 voru ýmist þannig útfærðir að kýrnar voru mjólkaðar aftan frá, klefabásar (tandem) eða 60° dálkbásar

 

Teknar voru í notkun 35 mjaltabáshringekjur árið 2003, þar af var mjólkað utanfrá í 40% af hringekjunum.

 

Fleiri mjaltaþjónar voru settir upp árið 2003 en árið 2002 eða 102, þar af voru 2/3 settir upp í nýjum fjósum.

 

Nokkur dæmi voru um að bú sem þegar höfðu sett upp MÞ bættu við sig MÞ.  Ýmist með því að bæta við einni einingu í fjöleininga kerfi eða setja upp stakeiningar.

 

Að meðaltali eru næstum tvær MÞ einingar í hverju fjósi með MÞ í Danmörku.  Þessi tala stígur frá fyrra ári sem gefur til kynna að MÞ eru í auknu mæli teknir í notkun í stærri fjósum.
Kálfar og uppeldiskvígur

Aukin áhugi er hjá bændum að byggja fjós yfir kálfana og kvígurnar.  Margir hafa byggt sérstaklega yfir mjólkurkýrnar á síðustu árum og stefna að því að byggja yfir kvígur og kálfa í komandi framtíð.  Víða eru uppeldigripir hýstir í eldri byggingum og oftar en ekki í fleiri en einni byggingu.  Þetta felur í sér gífurlegt vinnuóhagræði, sem bændur vilja gjarnan bæta úr.

 

Einnig er það að aukast að bændur byggi fjós sérstaklega yfir sláturgripi.

Hvað gerist árið 2004

Gert er ráð fyrir að það haldi áfram að draga úr byggingarframkvæmdum hjá mjólkurframleiðendum í Danmörku á næsta ári.

Þær áherslur sem verða í byggingarframkvæmdum eru:

  • Færri ný fjós, en stærri
  • Viðbygging/stækkun á núverandi fjósi
  • Einfaldar lausnir varðandi mjaltatækni/aðstöðurými í núverandi fjósum
  • Ný fjós fyrir uppeldisgripi
  • Aukning í MÞ sem teknir eru í notkun, bæði nýbyggingar og endurbætur á núverandi byggingum
  • Áhersla á hrein og þurr gangsvæði og að auki þurrt og vel undirborið legusvæði
  • Fóðurgeymslur, sérstaklega fyrir gróffóður

 

Átaksverkefni um tæknilausnir í mjólkurframleiðslu er kostað af Framkvæmdanefnd um búvörusamning og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið er unnið af starfsmönnum bútæknideildar Rala í samræmi við samstarfssamning Rala, BÍ og LK.