Flokkar: Ársskýrslur til fagráðs í nautgriparækt 2003
11. júní 2004

Skýrsla um starfsemi LBH í nautgriparækt 2003

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri

 

 

 

Nýtt fjós

Stærsta einstaka verkefnið við LBH síðastliðið ár er án efa bygging á nýju fjósi sem mun hýsa kennslu, námskeiðahald og rannsóknir í nautgriparækt við stofnunina. Fjósið er nú á lokastigi og verður vígt í sumar. Framkvæmdir hafa gengið vel og bæði fjárhags- og tímaáætlun hafa staðist.

Fjósið mun gerbreyta aðstöðu Landbúnaðarháskólans til kennslu, námskeiðahalds og rannsókna í nautgriparækt. Strax í sumar verður ráðinn faglegur yfirmaður allra verkefna í fjósinu og kemur hann einnig til með að sinna gæðastýringu og kynningarstarfi fyrir starfsemina í fjósinu. Viðbótarstarfsmenn verða ráðnir á næsta ári ef mögulegt reynist að fjármagna fleiri stöður.

Nú þegar liggur fyrir rannsóknaáætlun fyrir næsta starfsár. Umfangsmestu verkefnin verða á sviði húsvistar og atferlis kálfa og kvíga annars vegar og kortlagning á vinnuþörf og fjárfestingarþörf við mismunandi tæknistig mjalta og fóðrunar hins vegar. Til viðbótar verða unnin nokkur minni verkefni t.d samanburður á mismunandi tegundum undirburðar, úttekt á virkni náttúrulegrar loftræstingar og atferlisathuganir á mjólkurkúm.

Nýja fjósið er lausagöngufjós og líkist þeim fjósum sem bændur eru nú að byggja. Fjósið verður því nýtt í nánu samstarfi við samtök kúabænda til að svara þeim spurningum sem brenna á bændum á hverjum tíma.

Endurskoðun á námskrá bændadeildar

Unnið af starfshóp skipuðum af Magnúsi B. Jónssyni rektor LBH í nóvember 2003.    Starfshópinn skipuðu:  Ríkharð Brynjólfsson sviðsstjóri, Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri, Sverrir Heiðar Júlíusson og  Árni B. Bragason kennarar, Haraldur Benediktsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir verknámsbændur, Sigríður Jóhannesdóttir búvísindanemi og Sigríður Ólafsdóttir bændadeildarnemi.

 

Markmið:

  1. Gera námið áhugaverðara og að það endurspegli betur breytt hlutverk íslensks landbúnaðar.
  2. Efla tengsl námsdvalar og náms heima á Hvanneyri.
  3. Auka faglegan undirbúning nemenda fyrir námsdvöl.
  4. Námsdvöl fari fram á árstíma sem gefur tækifæri til fjölbreyttrar reynslu í bústörfum.
  5. Fækka námsgreinum, einkum litlum áföngum.Draga úr skörun á milli námsgreina.
  6. Styrkja stöðu rekstrargreina í náminu.
  7. Auka hæfni nemenda til þátttöku í félagsstörfum.
  8. Námið verði grunnur að hæfileikum til nýsköpunar og reksturs í dreifbýli.

 

Tillaga starfshópsins:

Að námið verði áfram tvö ár en að undirbúningur fyrir námsdvöl verði aukinn. Allir nemendur fara í verknám að vori og verkefni í verknáminu eru unnin með kennurum á Hvanneyri í gegn um námsvef skólans. Rekstrargreinum er fjölgað mikið. Almennt er samþætting fjarnáms og staðarnáms að aukast og ljóst að á næstu árum mun eiga sér stað spennandi þróun í skólakerfinu varðandi samspil staðarnáms og fjarnáms. Góð aðstaða á Hvanneyri til verklegrar kennslu verður væntanlega nýtt betur til kennslu á næstu árum og einnig er hlutfall verkefna – sérstaklega hópverkefna í náminu að aukast. Skipulag námsins verður sem hér segir:

    1. ár 2. ár  
Nr. áfanga   H V H V  
1. ár 1. önn, október til febrúar einingar á önn Sk//val
  Hirðing og velferð búfjár 2  
         
  sk
EFN 113 Almenn efnafræði 3       sk
  Fóðurrækt og plöntuvernd 3       sk
  Bókhald (Landbúnaðarbókhald, dagbók) 2       sk
  Jarðrækt (jarðvegur, áburður + áætlanag.) 3       sk
LND102 Umhverfisfræði 2       sk
  Upplýsingasamfélagið 2       sk
  Búvélafræði I 3       sk
Skólasókn Lágmarkseinkunnar í mætingu krafist á 1. önn         sk
    20        
  Stuttönn febrúar til april LBH          
  Búfjárrækt   3      
  Bókhald og skattskil   2     sk
MLS 102 Málmsuða   2     sk
BÚT 212 Fóðurverkun   2     sk
  Hrossarækt (1 og 2 stig knapamerkis)   2     Val
  Annað búfé ( svín, hænur, loðdýr kanínur,o.fl)   2     Val
  Hlunnindi og nýsköpun   2     Val
Skólasókn Vegin meðaleinkunn mætinga af 1. og stuttönn   1     sk
      12      
  Námsdvöl á utan LBH          
NDL 101 Ástundun, skipulag og sjálfstæði   1     sk
  Verkefni (tengist námsgreinum úr fyrra námi)   5     sk
NDL 112 Námsdvöl  A   3     sk
NDL 122 Námsdvöl B   2      
NDL 203 Dagbók   3     sk
NDL 222 Plöntusafn   2     sk
      16      
  3 önn, stuttönn frá október  til jóla. H V H V  
LBF 103 Líffæra-lífeðlis og fóðurfræði     3   sk
  Hagfræði (rekstraráætlanir, búvélahagfræði)     2   sk
LBF 202 Erfða og kynbótafræði     2   sk
  Valáfangar     6   val
        13    
  4 önn          
  Bústjórn, fjárfestingar og búnaður       3 sk
  Búvélafræði 2       2 Sk
LND 202 Beitarfræði og landbætur       2 sk
FEL 101 Félags- og stoðkerfi landbúnaðarins (erindi /málstofa)       1 sk
LND 332 Nytjaskógrækt       2 sk
  Valáfangar       9 val
          19  
MÆT 401 Skólasókn       1 sk
ÍÞR 201 Líkams- og heilsurækt I       1  
  Alls       82  

 

 

 

Valáfangar í búnaðarnámi    
Núverandi  Endursk.  
Nr. áfanga Valáfangar á 2 Önn (stutt önn) einingar einingar
  Hrossarækt 1, (1. og 2. stig knapamerkis)   2
  Annað búfé ( svín, hænur, loðdýr kanínur og fleira)   2
  Hlunnindi og nýsköpun   2
       
  Valáfangar á 3. önn (stutt önn)    
BFR 313 Nautgriparækt   2
BFR 323 Sauðfjárrækt   2
BRF 332 Hrossarækt II   2
BFR 212 Sláturhúsastörf   2
BFR 222 Ullariðn   2
JRT 312 Lífrænn landbúnaður   2
  Endurræktun túna og einærar fóðurjurtir   2
LND 352 Vatnanýting   2
  Mjólkuriðn   2
       
  Valáfangar á 4. önn    
BFR 413 Rekstur kúabús   3
BFR 423 Rekstur sauðfjárbús   3
BRF 432 Hrossarækt III   3
BFR 372 Kanínurækt   2
BÚT 312 Búsmíði   2
BÚT 323 Vinnuvélar   3
  Nýsköpun   2
  Ræktun rótarávexta og nýjar fóðurjurtir   2
  Landnýting og náttúruvernd   2
BST 303 Búrekstrargreining   3

 

 

 

 

Háskólanám

Litlar breytingar hafa átt sér stað í háskólanáminu síðustu tvö ár. Fyrstu nemendurnir brautskráðust árið 2003 af nýrri búvísindabraut þar sem búfræðiprófs var ekki krafist. Nær allir héldu áfram í námi – sumir erlendis – og hefur gengið vel. Nú er kenndur í fyrsta skipti 4. árs áfangi í ráðunautafræðum, þar sem tekist er á við lögfræði, búrekstargreiningar og sálfræði.

 

Fyrir liggur áframhaldandi samþætting námsins á Hvanneyri og samstarfsskólanna á Norðurlöndunum innan ramma NOVA-University Network. Nú þegar er mikið um að nemendur LBH taki nám sitt að hluta við aðra NOVA háskóla, en umræður hafa verið um að taka upp tilraunir með samkennslu milli landa.

 

Endurmenntun

Endurmenntunarstarf LBH hefur verið í endurskoðun síðasta ár og þeirri endurskoðun er enn ekki lokið. Áfram eru fjölmörg námskeið í boði og þar vísast í námskeiðsbækling Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.