Flokkar: Ársskýrslur til fagráðs í nautgriparækt 2004
25. mars 2005

Starfsemi fagráðs í nautgriparækt 2004

Fagráð í nautgriparækt 2004-2007

 

Aðalfulltrúar:                                                                 Aðrir fulltrúar :

Haraldur Benediktsson BÍ

Jón Viðar Jónmundsson, BÍ

Sigurður Loftsson, LK

Þórarinn Leifsson, LK

Þórólfur Sveinsson, LK

Bragi Líndal Ólafsson, Rala

Gunnar Guðmundsson, BÍ

Halldór Runólfsson, Yfirdýralæknir

Snorri Sigurðsson, LK

Torfi Jóhannesson, LBH

<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>

 

Faghópur um ræktunarmál:

Faghópur um ræktunarmál starfaði með sama hætti og verið hefur. Hópurinn sér um nautaval og annað er lýtur að kynbótastarfinu. Í honum eiga sæti nautgriparæktarráðunautar BÍ, tveir fulltrúar Landssambands kúabænda og einn fulltrúi frá hverju eftirtalinna Búnaðarsambanda; Búnaðarsambandi Suðurlands, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Búnaðarsamtökum Vesturlands. Þá sitja bústjóri Uppeldisstöðvarinnar í Þorleifskoti og framkvæmdastjóri Nautastöðvarinnar á Hvanneyri fundi ræktunarhópsins. Guðmundur Jóhannesson er ritari hópsins.

 

 

 

Ýmislegt varðandi viðfangsefni fagráðs í nautgriparækt árið 2004:

 

Starfsemi fagráðs var með sama sniði og undangengin ár. Því miður voru umsóknir um styrki færri en árið áður. Um einstök verkefni vísast að mestu til skýrslna sem stofnanir leggja fram.  Af einstökum verkefnum má nefna:
A:  „Áhrif fóðrunar í geldstöðu og byrjun mjaltaskeiðs á afurðir, heilsufar og frjósemi“. Framhald verkefnis sem gerð var grein fyrir í fyrra.
B: Hagkvæmar tæknilausnir innanhúss. Þessu varkefni var haldið áfram á árinu 2004.
C: Skyldumerkingar nautgripa. Fjárhagsstaða verkefnisins reyndist erfiðari en við var búist. Því var ákveðið að styrkja verkefnið með kr. 3.000.000- á árinu 2004.

 

Texti frá síðasta ári:

 D:  Snefilefni í jarðvegi, fóðri og búfé er verkefni sem RALA og LBH höfðu sótt um styrk til FL og sjóðurinn hafði veitt 1,9 miljón kr í styrk. Um er að ræða mælingu snefilefna í fóðursýnum og mælingar á ólífrænu joði í blóði. Fram hafði komið að umræddur styrkur mundi ekki nægja til að mögulegt væri að koma umræddum mælingum við. Hér er um að ræða verkefni sem hefur lengi verið á forgangslista hjá fagráði og ljóst að þær grunnniðurstöður sem umræddar mælingar eiga að geta skilað er nauðsynlgt fyrsta skref til að takast á við þau vandamál sem mögulega tengjast snefilefnaskorti hjá íslensku búfé. Fagráðið mælti því með styrk að upphæð 1 milljón króna af þróunarfé nautgriparæktar til viðótar til þessa verkefnis, en það á að gera framkvæmd þess mögulega. Þetta er mikilvægt verkefni sem því miður hefur dregist óhæfilega.
D:  Snefilefni í jarðvegi, fóðri og búfé er verkefni sem RALA og LBH höfðu sótt um styrk til FL og sjóðurinn hafði veitt 1,9 miljón kr í styrk. Um er að ræða mælingu snefilefna í fóðursýnum og mælingar á ólífrænu joði í blóði. Fram hafði komið að umræddur styrkur mundi ekki nægja til að mögulegt væri að koma umræddum mælingum við. Hér er um að ræða verkefni sem hefur lengi verið á forgangslista hjá fagráði og ljóst að þær grunnniðurstöður sem umræddar mælingar eiga að geta skilað er nauðsynlgt fyrsta skref til að takast á við þau vandamál sem mögulega tengjast snefilefnaskorti hjá íslensku búfé. Fagráðið mælti því með styrk að upphæð 1 milljón króna af þróunarfé nautgriparæktar til viðótar til þessa verkefnis, en það á að gera framkvæmd þess mögulega. Þetta er mikilvægt verkefni sem því miður hefur dregist óhæfilega.

E: Á árinu var var mælt með stuðningi við nemendaverkefni hjá eftirtöldum nemendum:  Óðinn Gíslason, Oddný Steina Valsdóttir og Andrea Ruggeberg.

 

F: Þá var mælt með stuðningi við mælingu á frjálsum fitusýrum í mjólk, mælingar á raförvun nautakjöts, heilfóðurkerfi á Stóra-Ármóti og viðbótarframlag vegna Hvanneyrarfjóssins.

 

G:  Á vettvangi Fagráðs hefur mikið verið fjallað um kálfadauða hjá íslenskum mjólkurkúm.  Fagráð óskaði eftir því að Jón Viðar Jónmundsson, Bragi Líndal og Halldór Runólfsson ynnu samantekt um stöðu, þróun og þekkingu á þessu máli, ásamt því að skila hugmyndum um rannsóknaverkefni er varpað gætu ljósi á vandamálið. Hluti af þessu verkefni var nýta upplýsingar úr skýrsluhaldsgrunni Bændasamtaka Íslands og afla upplýsinga frá á 90 búum. Að því best er vitað brugðust bændur vel við og úrvinnslu úr þessari könnun er væntanlega að ljúka. Vonandi getur Fagráð fjallað um drög að rannsóknaverkefni nú á vordögum því vandinn virðist heldur fara vaxandi ef eitthvað er.

 

H: Talsverð vinna hefur verið lögð í stefnumörkun Fagráðs vegna áherslna í fagstarfi næstu ár.

I: Rétt er að benda á Kýrhausinn á www.naut.is . Þar eru góð skoðanaskipti, m.a. um ýmislegt er lýtur að ræktunarstarfinu og fóðrun.

 

 

Ég þakka fagráðsmönnum og öðrum er starfi þess tengjast, gott samstarf á árinu.

 

Þórólfur Sveinsson