Flokkar: Ársskýrslur til fagráðs í nautgriparækt 2004
25. mars 2005

Skýrsla um starfsemi RALA (án Möðruvalla) í nautgriparækt 2004

 

RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS

 

 

HELSTU VERKEFNI SEM LÚTA AÐ NAUTGRIPARÆKT Á ÁRINU 2004.

 

Fóðursvið.

 

Áhrif erfðaeiginleika og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika kúamjólkur

Á árinu 2004 lauk ofangreindu verkefni sem hófst fyrri hluta árs 2000. Markmið verkefnisins var að kanna helstu erfða og fóðrunar/umhverfisþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueiginleika kúamjólkur og þar með verðmæti hennar bæði fyrir framleiðanda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til samkeppni kemur  á innlendum eða erlendum mörkuðum.

 

Verkefnið og þátttakendur þess.

Skipuleggjendur og umsækjendur um styrk til Tæknisjóðs Rannís og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins voru sérfræðingar Rannsóknastofnunar landbúnaðarin (RALA) og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri ásamt forsvarsmönnum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Verkefnið var skipulagt sem verkefni til þriggja ára og hófst það á fyrri hluta árs 2000. Fjöldi manns  hefur komið að verkefninu. Verkefnisstjórn, úrvinnsla gagna, greiningar á fóðri og sérhæfðar greiningar á mjólk fóru fram á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Tilraunir með kýr voru gerðar á Tilraunastöðinni á Stóra Ármóti af starfsmönnum RALA og Búnaðarsambands Suðurlands. Hefðbundnar mælingar á efnainnihaldi í mjólk fóru fram á Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins. Úrtak á kúabúum til þáttöku í skoðanakönnun og kúm til mjólkursýnatöku var unnið úr skýrsluhaldi í nautgriparækt með aðstoð landsráðunauts Bændasamtaka Íslands. Fjöldi bænda víða um land tóku þátt í verkefninu með því að svara spurningalistum eða senda mjólkursýni úr kúm og nutu aðstoðar ráðunauta búnaðarsambandanna.

 

Ágrip.

Verðmæti mjólkur fer eftir notkun hennar og er í töluverðum mæli háð hlutföllum mjólkurefna. Á undanförnum árum hefur verðgildi fitu minnkað en verðgildi próteins aukist að sama skapi vegna aukinnar framleiðslu og eftirspurnar á fitusnauðum og próteinríkari afurðum úr mjólk í samræmi við breyttar neysluvenjur. Því skiptir hlutfall próteins og prótein/fitu hlutfall í innveginni mjólk miklu máli fyrir vinnsluverðmæti mjólkurinnar, sem hefur áhrif á afkomu bæði afurðastöðva og bænda. Ef litið er yfir síðustu 15 ár sést að próteinhlutfall í innveginni mjólk fór að lækka eftir 1993, þegar það var 3,41, og á árunum 1997-2000 var próteinhlutfallið 3,26-3,29, lægst  árið 1998. Þessi þróun olli verulegum áhyggjum. Því var farið að skipuleggja þetta verkefni árið 1999 með það að markmiði að kanna helstu erfða og fóðrunar/umhverfisþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueiginleika kúamjólkur og þar með verðmæti hennar bæði fyrir framleiðanda (bónda) og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef  til samkeppni kæmi á sölu á mjólkurvörum á innlendum eða erlendum mörkuðum.

Verkefnið skiptist upp í afmarkaða hluta: 1. Söfnun upplýsinga frá kúabændum, 2.  Erfðafræðilegar rannsóknir á mjólkurefnum, 3. Fóður- og lífeðlisfræðilegar rannsóknir, 4. Vinnslueiginleikar mjólkur.

Niðurstöður erfðafræðilegu rannsóknanna sýna ótvírætt að mjólk íslensku kýrinnar er að mörgu leyti sérstök borið saman við önnur kúakyn.  Mesta athygli vekur há tíðni κ-kaseins B hjá íslenskum kúm, 0,76,  og αs1 – kaseins C, 0,29, sem er nánast óþekkt í algengustu mjólkurkúakynjum á Vesturlöndum. Ennfremur er tíðni β-kasein A2 í íslenskri mjólk hærri en víðast hvar annars staðar, eða 0,68. Athyglisvert er að 27 % kúnna eru arfhreinar fyrir bæði β-kasein Aog κ-kasein B, en þessi arfgerð kemur tæplega fyrir í rauðu kynjunum á Norðurlöndum eða í Holstein-Friesian kúm. Þessi samsetning mjólkur er talin ákjósanleg bæði með tilliti til vinnslueiginleika mjólkurinnar og hollustu mjólkurafurða og gefur möguleika á framleiðslu sérafurða úr mjólkinni. Ef litið er á setraðir kasein-erfðavísanna í heild kemur einnig mjög skýrt fram að íslensku kýrnar virðast mjög ólíkar því sem þekkt er í öðrum kúastofnum, þar sem algengasta setröðin er A2-B-C-A með tilliti til β- κ- αs1 – αs2 kaseina .

Í  fóðurtilraununum voru greind í sundur áhrif orkustyrks og próteinstyrks í fóðri og kjarnfóður-gróffóðurhlutfalls á efnasamsetningu mjólkur. Helstu niðurstöður voru að 15% lækkun á próteinstyrk í fóðri frá reiknuðum þörfum kýrinnar veldur lækkun á próteinstyrk í mjólk sem nemur 0,07-013 prósentustigum. Við fulla fóðrun á próteini lækkar fita um 0,14 prósentustig. Samanlögð áhrif verða að prótein – fituhlutfall verður um 0,06 prósentustigum hærra. Þetta eru lykilstærðir þegar kemur að því að meta verðmæti mjólkur, annars vegar fyrir bóndann og hins vegar fyrir afurðastöðina. Þessum lykilstærðum má stjórna  með því að stjórna styrk og eiginleikum próteins í fóðrinu. Orkustyrkur í fóðri hafði ekki áhrif á efnasamsetningu mjólkur, en nokkur áhrif á heildarframleiðslu mjólkurefna vegna áhrifa á nyt. Nær engin áhrif komu fram af mismunandi hlutfalli kjarnfóðurs og gróffóðurs í tilraununum.

Hvað vinnslueiginleika mjólkur varðar, þá hafa fóðrun, sér í lagi próteinfóðrun, og próteinarfgerðir kúnna afgerandi áhrif á prótein-fituhlutfall í mjólkinni og þar af leiðandi vinnslu og nýtingarmöguleika. Mælingar á mjólk kúa með mismunandi kasein arfgerðir sýndu að mjólk úr kúm sem voru arfhreinar fyrir κ-kasein B ysti mun hraðar en mjólk úr kúm sem voru arfblendnar (AB) og hentaði því mun betur til ostaframleiðslu.

Ályktanir:

Ávinningur verkefnisins felst í möguleikunum á markvissari fóðurleiðbeiningum, hagkvæmari mjólkurframleiðslu og framleiðslu á mjólk sem hentar betur til mismunandi vinnslu. Ný þekking á erfðafræði mjólkurpróteina getur leitt til nýrra möguleika í kynbótastarfi og framleiðslu á nýjum afurðum.

 

Verkefnisstjóri: Bragi Líndal Ólafsson

 

Greinar:

Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Emma Eyþórsdóttir (1999). Efnainnihald  mjólkur. Bændablaðið 5(21): 34-35.

Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Emma Eyþórsdóttir (2000). Efnainnihald í mjólk. Ráðunautafundur 2000: 158-170.

 

Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson (2000). Áhrif erfða og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika  mjólkur. Freyr 96 (11/12): 44-45

 

Bragi Líndal Ólafsson, Eiríkur Þórkelsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Tryggvi Eiríksson, Grétar Hrafn Harðarson, Emma Eyþórsdóttir. 2002. Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk. Ráðunautafundur 2002, 55-59

 

Bragi Líndal Ólafsson, Helga Björg Hafberg, Emma Eyþórsdóttir, Birna Baldursdóttir. 2002. Erfðabreytileiki í mjólkurpróteinum hjá íslensku kúnni. Ráðunautafundur 2002, 60.

Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir, Helga Björg Hafberg. 2003. Erfðabreytileiki mjólkurpróteina í íslenskum kúm.Ráðunautafundur 2003, 111-117

 

Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir, Helga Björg Hafberg. 2003. Erfðabreytileiki próteina í mjólk íslenskra kúa. Freyr 99, 48-53

 

Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir, Helga Björg Hafberg. 2003. Erfðabreytileiki próteina í mjólk íslenskra kúa og áhrif fóðrunar á eiginleika hennar. Mjólkurmál 27, 7-12.

 

Bragi Líndal Ólafsson, Eiríkur Þorkelsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Tryggvi Eiríksson, Grétar Hrafn Harðarsson og Emma Eyþórsdóttur 2002. Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk. Freyr 98 (4), 34 – 37

 

Bragi Líndal Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir 2004. Prótein í mjólk – erfðabreytileiki og áhrif fóðrunar. Ársskýrsla Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 2002-2003, 17-21.

 

.

 

NKJ verkefni 111. Fóðurmatskerfi byggt á hermilíkönum

Á árinu 2004 lauk formlega þriggja ára verkefni er kallaðist: “Fóðurmatskerfi fyrir mjólkurýr byggt á hermilíkönum af meltingu og efnaskiptum”.  Þetta verkefni var samnorrænt verkefni verkefni á vegum NKJ (Nordiskt kontaktorgan för jordbruksforskning) með þátttöku  Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Íslands. Þetta norræna verkefni hófst árið 2000 og var sjálfstætt framhald af NKJ-verkefni-89 sem sömu þjóðir unnu að á árunum 1994-1998.

 

Afurð norræna verkefnisins er hermilíkanið “Karólína”.  Inn í líkanið eru mataðar upplýsingar um fóðurmagn, efna- og niðurbrotseiginleika fóðurs, þyngd kýrinnar og stöðu á mjaltaskeiði.  Eftir að þessar upplýsingar hafa verið keyrðar í gegnum líkanið fást margvíslegar niðurstöður, m.a. um einstaka þætti meltingar og efnaskipta, en það sem mestu máli skiptir fyrir væntanlega notendur er að líkanið gefur út spá um magn framleiddar mjólkur og mjólkurefna og reiknuð hlutföll fitu og próteins í mjólkinni.

 

Byggður hefur verið upp ítarlegur gagnabanki með tilraunaniðurstöðum frá öllum Norðurlöndunum, alls fyrir um 160 tilraunameðferðir.  Ítarlegar prófanir hafa verið gerðar á líkaninu þar sem það er “fóðrað” á sama fóðri og kýrnar í tilraununum og miðað við sömu stöðu á mjaltaskeiði og skrokkþyngd eins og hjá tilraunakúnum í hverju tilviki.  Svo eru spágildi líkansins fyrir afurðamyndun borin saman við rauntölur úr tilraununum.  Samkvæmt þessum prófunum spáir líkanið vel fyrir um allar lykilstærðir meltingar. Einnig spáir það með vel viðunandi nákvæmni fyrir um fyrir um magn mjólkur, orkuleiðréttrar mjólkur og mjólkurpróteinmagn, en á nokkuð í land með að spá mjög nákvæmlega fyrir um fitu- og prótein- prósentu mjólkurinnar.  Unnið er markvisst að endurbótum í þeim efnum.

 

Eftir umfangsmiklar prófanir og samanburð við önnur kerfi hefur faghópur á vegum norrænu bændasamtakanna ákveðið að hermilíkanið Karólína verði í framtíðinni hluti af sameiginlegu norrænu fóðurmatskerfi, ásamt svokölluðu AAT-líkani, sem er þróað í Noregi undir forystu Harald Volden, sem einnig hefur unnið að Karólínu.  Virkni þessara tveggja líkana byggir í ýmsum veigamiklum atriðum á sömu fræðilegu lögmálum, en tæknileg þróun þeirra tekur mið af mismunandi notkunarmöguleikum. Þannig mun AAT-líkanið verða notað til að finna “bestu lausnir” með tilliti til fóðurkostnaðar á hvern lítra mjólkur.  Karólína verður svo notuð til að bera saman á nákvæmari hátt nokkrar slíkar lausnir m.t.t. líklegra áhrifa fóðursins á efnainnihald mjólkur, efnaskipti kýrinnar o.fl. þætti.

 

Niðurstöður verkefnisins eru því á leiðinni í notkun meðal bænda og jafnframt hefur stefnan verið sett á að frekari þróun kerfisins verði unnin á grunni hins farsæla samstarfs milli Norðurlandanna á þessu sviði.

 

Íslenski hluti verkefnisins var fjármagnaður af Framleiðnisjóði, Rannís og RALA.

 

Verkefnisstjóri: Jóhannes Sveinbjörnsson

 

Nýlegar íslenskar greinar sem tengjast verkefninu:

Jóhannes Sveinbjörnsson, 2004. Notkun reiknilíkana í landbúnaði. Freyr 100(1): 27-29. Jóhannes Sveinbjörnsson, 2004. Karólína – hermilíkan fyrir fóðurmat. Fræðaþing landbúnaðarins 2004: 143-155.

 

Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson. Kolvetni í fóðri jóturdýra. Fræðaþing landbúnaðarins 2004: 156-163.

 

Jóhannes Sveinbjörnsson, 2003. Fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr byggt á hermilíkönum af meltingu og efnaskiptum. Freyr99(9): 23-27.

 

Fóðurefnagreiningar.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur í hartnær 30 ár séð um fóðurefnagreiningar fyrir bændur. Frá 1998 hefur verið samstarf um þessa þjónustu milli Rala og LBH og frá  haustinu 2003 kom RNA (Ráðunautaþjónusta á NA- landi) einnig inn í þetta samstarf um efnagreiningaþjónustu.Sýni sem koma í mælingu eru  fyrst og fremst heysýni af öllum gerðum auk grænfóðurs og byggsýna. Hefðbundin greining á gróffóðursýnum er þurrefni, orka (FEm) og prótein  ásamt útreiknuðum próteingildum  AAT og PBV. Auk þess er mælt í öllum sýnum meginsteinefnin kalsíum, fosfór, magnesíum, kalíum og natríum. Af uppskeru 2004 hafa verð mæld ríflega 2500 fóðursýni og eru þá meðtalin sýni frá búrekstri tilraunastöðvanna og sprotabúum

 

Verkefnisstjóri: Tryggvi Eiríksson.

 

Snefilefni  í jarðvegi, fóðri og búfé:

Verkefnið skiptist í þrjá hluta: I. Snefilefni í fóðri og undirbúniningur á mælingum á ólífrænu joði í blóði, II. Snefilefni í jarðvegi og blóði búfjár og III. Leiðir til að mæta snefilefnaþörfum búfjár.

Í fyrsta hlutanum verða greind 8 snefilefni í fóðri – Fe, Mn, Zn, Cu, S, Se, Mo og I.  Valin voru 200 heysýni, víðs vegar af landinu, af uppskeru ársins 2003. Greiningar hjá EGK á Keldnaholti hafa tafist mjög, en reiknað er nú með að þeim verði lokið upp úr miðjum apríl 2005. Á grundvelli niðurstaðnanna verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Þróunarsjóði í nautgriparækt.

 

Verkefnisstjórn: Grétar Hrafn Harðarson Rala, Bragi Líndal Ólafsson Rala.

 

Eiginleikar mjólkur.

Í verkefninu sem að ofan er greint frá  um áhrif erfðaeiginleika og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika kúamjólkur var safnað mjólkursýnum sem geymd voru í djúpfrysti með það fyrir augum að hægt yrði síðar að greina í þeim fitusýrur. Allar upplýsingar um fóður, nyt, efnainnihald mjólkur og fleiri þætti lágu fyrir. Tækjabúnaður er ekki  til í landinu til að framkvæma þær fitusýrugreiningar sem sóst er eftir. Í október 2004 tókst hins vegar samvinna  við Dr. Mikko Griinari hjá Landbúnaðardeild Háskólans í Helsinki og gerður var samningar um að gera mælingar á hluta þeirra mjólkursýna sem til voru fyrir fast verð. Verðið er hóflegt en á móti kemur aðild að birtingu niðurstaða eftir atvikium. Mikill fengur er að samvinnu við Dr. Griinari en hann er kunnur fyrir sínar rannsóknir og vann meðal annars með Dr. Dale Bauman við háskólann á Cornell í Bandaríkjunum sem er einn af þekktustu vísindamönnum í heiminum á þessu sviði. Sýnin voru forunnin hjá fóðursviði RALA og síðan send utan þar sem mældar voru í þeim rúmlega 30 mismunandi fitusýrur. Niðurstöður eru að berast þegar þetta er ritað í mars. 2005. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði.

 

Verkefnisstjóri: Bragi Líndal Ólafsson

 

Norfor.

Vegna upptöku nýs fóðurmatskerfis fyrir jórturdýr er hafin mikil vinna er lýtur að samningu fóðurtaflna og samræmingu á aðferðum við efnagreiningar er liggja að baki þeim gildum sem á að nota í töflunum. Auk venjulegra fundarhalda hafa verið haldnir tíðir símafundir. Fóðursýni hafa verið send milli landa til mats á greiningaraðferðum og mun því verða haldið áfram á árinu 2005.

Þátttakandi í þessu starfi er Bragi Líndal Ólafsson
 

 

 

 

 

 

Stóra Ármót – búrekstur og tilraunastarf.

Grétar Hrafn Harðarson LBHÍ.

Búrekstur

 

Aðstaða

Árið 1979 var jörðin Stóra Ármót gefin Búnaðarsambandi Suðurlands af systkinunum Ingileif, Jóni og Sigríði Árnabörnum í þeim tilgangi að þar yrði rekið tilraunabú.

Stóra Ármót er um 650 ha að stærð og þekur ræktaða landið um 115 ha jarðarinnar.  Jarðvegurinn er að stærstum hluta grunnur móajarðvegur á hrauni. Þess á milli eru grunnar mýrar og sendnir þurrlendisbakkar eru með ánni.

Á Stóra Ármóti er básafjós með 59 básum fyrir mjólkurkýr, fullkomið Mullerup heilfóðrunarkerfi, mjaltagryfja með SAC mjaltatækjum, uppeldisfjós með stíum og básum, aðstöðubygging fyrir fóðurgerð, hlaða, rannsóknahús með skrifstofu, litlum fundarsal og rými með 6 básum fyrir vambaropskýr. Á jörðinni eru einnig gamalt fjárhús, hesthús, veiðihús og  þrjú íbúðarhús fyrir bústjóra, starfsfólk og tilraunastjóra.

Bústofn

Mjólkurkýr eru um 50. Aðeins kvígukálfar eru settir á, sem gerir heildargripafjölda í fjósi um eitt hundrað.

Um 100 fjár eru á búinu auk hrossa starfsfólks.

Afurðir

Mjólkurkvóti búsins eru rúmir 239 þúsund lítrar.  Afurðaaukning var umtalsverð á árinu eða rúm 200 kg milli ára (mynd 1).  Tilraunaskipulagið undanfarin ár hefur ekki haft neikvæð áhrif á nyt og er það markmið okkar að viðhalda háu afurðastigi til bóta fyrir tilraunastarfið. Innlagt mjólkurmagn á árinu voru 240.091 l sem er litlu minna en á árinu á undan.

Efnainnihald mjólkurinnar er í slöku meðallagi (tafla 1) og bendir margt til þess að próteininnihald fóðurs hafi verið í lágmarki, sem er í samræmi við tilraunaskipulag.

 

 

Tafla1: Yfirlit um afurðir – magn og eiginleika, árin 1995-2003.

 

Ár

Heilsárs

kýr

Nyt-heilsárskýr Árskýr Nyt-árskýr Fitu% Protein% Frumtala Gerlatala
1995 30 4008 55 3885 3.81 3.21 497645 6972
1996 38 3861 62 3838 3.92 3.29 398520 6805
1997 35 4335 67 4169 3.87 3.29 263395 8500
1998 42 3990 61 4042 3.75 3.21 225583 9500
1999 37 4659 62 4682 3.85 3.18 304791 9500
2000 35 4363 56 4422 3.82 3.27 336104 31916
2001 30 4552 53 4954 3.7 3.23 290770 12750
2002 32 5037 47 5378 3.87 3.32 263666 11875
2003 27 5652 42 6043 3,75 3,26 270479 15145
2004 32 6105 40 6248 3,83 3,29 299958 12812

 

Heilsufar

Yfirlit um tíðni sjúkdóma má sjá í töflu 2.

Tafla 2:  Tíðni helstu framleiðslusjúkdóma 2004.

Sjúkdómur Hlutfall kúa með einkenni
Doði 12,5  %
Fastar hildir 0 %
Legbólga 2,5 %
Lystarleysi 15 %
Súrdoði 15 %
Spenastig 2,5 %
Júgurbólga 43 %

 

Tilraunastarfið

„Aðalviðfangsefni stöðvarinnar skal vera alhliða tilraunastarfsemi í nautgriparækt með áherslu á fóðrun og meðferð gripa, en auk þess sinni hún verkefnum á svið annarra búgreina, eftir þvi sem aðstæður leyfa hverju sinni“ sbr. lög 26/1981. Sérstakur samningur hefur verið í gildi milli landbúnaðarráðherra fyrir hönd Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðarsambands Suðurlands um tilraunastöðina á Stóra-Ármóti frá 1983.  Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri gerðist síðan formlegur aðili að starfseminni með sérstöku samkomulagi milli LBH og Rala árið 2002.

Nú þegar Landbúnaðarháskóli Íslands hefur verið stofnaður tekur hann við skuldbindingum fyrri stofnana og líklegt er að starfsemin á Stóra Ármóti eflist frekar við þessar breytingar.

Aðstaðan á Stóra Ármóti hefur miðast við það að hægt sé að gera fóðrunartilraunir með mjólkurkýr á einstaklingsgrunni og núverandi heilfóðurkerfi gerir einstaklingsfóðrun á öllum básum mögulega. Mjaltakerfið er SAC af fullkomnustu gerð. Kýrnar eru með lykil um hálsinn og nyt er skráð daglega á sjálfvirkan hátt. Stöðugt er verið að bæta alla aðstöðu til tilraunastarfsins og nú síðast hefur verið komið upp afkastamiklu örbylgjusambandi.

Helstu verkefni

Áhrif fóðrunar í geldstöðu og byrjun mjaltaskeiðs á afurðir, heilsufar og frjósemi.

Í þessu verkefni, sem var aðalverkefni áranna 2002-2004, var rannsakað hvaða áhrif mismikil kjarnfóðurgjöf í geldstöðu og mismunandi stígandi í kjarnfóðurgjöf í byrjun mjaltaskeiðs hefur á afurðir, heilsufar og frjósemi mjólkurkúa.  Áhrif meðferða, sem eru fjórar, voru greind með því að fylgjast með  holdafari, líkamsþyngd, áti, nyt, efnasamsetningu mjólkur, blóðefnum, ástandi lifrar með lífsýnum og  frjósemi. Framkvæmd tilraunar er nú lokið og nú unnið uppgjöri gagna. Gert var grein fyrir hluta niðurstaðna á Fræðaþingi landbúnaðarins 2005.

Snefilefni  í jarðvegi, fóðri og búfé (fóðursvið)

Verkefnið skiptist í þrjá hluta: I. Snefilefni í fóðri, II. Snefilefni í jarðvegi og blóði búfjár og III. Leiðir til að mæta snefilefnaþörfum búfjár.

Unnið er að fyrsta hluta verkefnisins. Valin hafa verið 200 heysýni víðsvegar af landinu og eru þau í efnagreiningu hjá Efangreiningu á Keldnaholti, en nokkur dráttur hefur orðið á því starfi. Átta efni verða greind í fóðri – Fe, Mn, Zn, Cu, S, Se, Mo og I.

Selentúnáburður – áhrif á virkni GPx í blóði sauðfjár:

Sett var upp einföld samanburðarathugun á áhrifum selenáburðar á Se-innihald heyja og Se stöðu sauðfjár. Tekin voru 4 x 12 sýni úr ánum og þau greind á Tilraunastöðinni á Keldum. Mælt er virkni ensímsins GPX í blóðinu sem er óbein mæling selen styrk í blóði.  Í stuttu máli jókst virkni GPX í þeim kindum sem fengu hey af túni sem hafði fengið Se bættan áburð en í kontról hópnum minnkaði virkni GPX.  Sumarbeitin hafði síðan þau áhrif að gildin nálguðust þ.e. lágu gildin hækkuðu og háu gildin lækkuðu.  Niðurstöður um Se-innihald heyjanna liggja ekki enn fyrir.

Tafla 3.: Áhrif Selenáburðar á virkni GPX í blóði sauðfjár

28.10.03 22.01.04 13.04.04 9.11.04
Se-hey  meðaltal
224 457,5 675 309
Kontról meðaltal
285 233,5 135 263

 

 

 

 

Smitleiðir hníslasóttar í sauðfé.

Markmið verkefnisins er að greina hve lengi hníslar lifa á landi og hvort ærnar eru mikilvægir smitberar fyrir lömbin.  48 ær voru notaðar í verkefnið og var helmingur þeirra meðhöndlaður með hníslasóttarlyfi fyrir burð.  Ærnar ásamt lömbum voru ýmist settar á hreint land, vorbeitt land og haustbeitt land.  Saursýni voru tekin þrisvar sinnum úr fénu tilraunatímabilið. Uppgjör gagna hefur farið fram og skýrslugerð er á lokastigi.   Meðferð tilraunahópa hafði ekki afgerandi áhrif á niðurstöður.

Heilfóðrun til hámarksafurða.  Áhrif á afurðir og heilsufar.

Verkefnið er sjálfstætt framhald tilraunarinnar, “Fóðrun til hámarksafurða. Áhrif fóðrunar í geldstöðu og byrjun mjaltaskeiðs á afurðir, heilsufar og frjósemi” sem hefur verið aðalverkefnið á Stóra Ármóti veturna 2002-2003 og 2003-2004.

Heilfóðrun mjólkurkúa er mjög almenn í helstu mjólkurframleiðslulöndum heims. Enn sem komið er hefur þessi tækni vart náð fótfestu hérlendis enda þótt tækjabúnaður hafi verið keyptur á nokkur bú. Tvö bú á Suðurlandi, Þorvaldseyri og Stóra Hildisey II, hafa gefið heilfóður undanfarin ár með góðum árangri.

Í október var lokið við uppsetningu á fullkomnu heilfóðrunarkerfi fyrir tilraunastarfið á Stóra Ármóti. Búnaðurinn er frá Mullerup í Danmörku. Kerfið er tölvustýrt, sér um blöndun fóðurefna og skammtar fóður á einstaklings vísu með sveiganleika í fóðrun fyrir litla hópa. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að kerfið sjái um  fóðrun kálfa og kvígna auk mjólkurkúnna. Kerfið gerir fóðrunina nákvæmari og markvissari á öllum aldurs- og framleiðsluskeiðum og hentar sérstaklega vel fyrir tilraunastarfið.

Aðalmarkmið verkefnisins er að þróa heilfóðrun við íslenskar aðstæður og nota til þess nýjustu þekkingu í fóðurmati.

Uppeldi kálfa. Áhrif kjarnfóðurs með mismiklu tréni á vöxt og heilbrigði kálfa.

Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fullnýta vaxtargetu kálfanna fyrstu 12 vikurnar með því að gefa þeim frjálsan aðgang að kjarnfóðri og takmarka heygjöf. Fylgst verður með áti kálfanna og þrifum með vigtun, holdstigun, brjóstmálsmælingum og mælingu á hæð á herðum.

 

Skýrsla Bútæknisviðs RALA.

 

 

 

 

 

 

Málefni:       Skýrsla um vinnuframlag samkv. samningi Bændasamtaka Íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um “Átaksverkefni um hagkvæmar tæknilausnir í fjósum.

Vinna Óðins Gíslasonar

Alls var varið 458 vinnustundir í verkefnið.  Unnið var fyrir 11 bú á árinu, sjö bæir voru heimsóttir og unnið fyrir fjóra án þess að þeir fengu heimsókn.  Einnig var nokkuð um minniháttar leiðbeiningar um afmörkuð efni í gegnum síma eða tölvupóst.

Töluverður hluti vinunnar fólst í því að uppfæra heimasíðu verkefnisins og setja þar inn efni.  Sumt af efninu var þegar til en annað þurfti að skrifa eða fullklára. Alls eru nú 27 greinar inn á heimasíðunni auk þriggja reiknilíkana.  Einnig er nokkuð um tilvísanir inn á aðrar heimasíður sem geyma fróðleik um fjósbyggingar og –tækni.

Heimsóknir

Um 140 stundir fóru í skýrsluskrif og leiðbeiningar til bænda sem voru heimsóttir eða verið í sambandi við með öðrum hætti, (þeir komu sjálfir í heimsókn eða höfðu samband í gegnum síma eða tölvupóst)

Fagleg vinna

Undir faglega vinnu falla greinarskrif, kynningarmál og annað

Greinaskrif

Á árinu voru skrifaðar 8 greinar og útbúin 3 reiknilíkön.  Samtals fóru um 180 stundir í þá vinnu

Kynningarmál

Undir kynningarmál fellur vinna við heimasíðu verkefnisins og greinar skrifaðar í bændablaðið til kynningar á verkefninu og heimasíðu þess.  Um 120 stundir fóru í þá vinnu

Annað

Í annað, s.s. fundi og skipulagsvinnu fyrir verkefnið fóru um 20 stundir.

 

Unnsteinn Snorri Snorrason

Alls fóru á þessu ári 861,5 vinnustundir í verkefnið.

Heimsóknir

Alls fóru 320 vinnustundir í heimsóknir á bæjum og skýrsluskrif.  Alls var unnið fyrir 27 bú á tímabilinu. Meðaltími sem fer í heimsókn og skýrsluskrif á hverju búi er 11,4 vinnustundir.

Fagleg vinna

Alls fóru 545,5 vinnustundir í faglega vinnu.  Sú vinna skiptist upp í fyrirlestra (61,5 vinnustundir), greinaskrif (290 vinnustundir), kynningarmál (60 vinnustundir) og annað (134 vinnustundir).

Fyrirlestrar:

Haldnir voru fjórir fyrirlestrar á vegum verkefnisins.

  • Kynnig var haldin á verkefninu fyrir Ráðunauta í janúar í Bændahöllinni.
  • Í tengslum við heimsóknaferð í Þingeyjarsýrslu var haldinn fyrirlestur á Stóru-Tjörnum.Hann var vel sóttur eða á milli 40-50 manns.
  • Í tengslum við heimsóknaferð í Húnaþing var haldinn fyrirlestur í Laugabakkaskóla.Hann var bærilega sóttur eða 10 manns.
  • Að beiðni Bú-Vest var farið á bændafund í Búðardal.Hann var illa sóttur eða 6 manns.

Að meðaltalir fara 15,3 vinnustundir í hvern fyrirlestur.  Það er undirbúningur, flutningur og ferðalög.

Greinaskrif:

Að meðaltali fara um 19,3 vinnustundir í hverja grein. Þær eru þó mjög mismunandi af lengd og efnistökum.

Kynningarmál:

Undir kynningarmál fellur vinna við greinaskrif í bændablaðinu og vinna í kringum heimasíðu.  Alls birtust 6 greinar á vegum verkefnisins í bændablaðinu og var hlutverk þeirra að kynna verkefnið sem slíkt.  Allt efni sem skrifað var hefur verið birt á heimasíðu verkefnisins.

Stærstur hluti vinnunnar hér fer í heimasíðu verkefnisins eða 42 vinnustundir

Annað:

Undir þennan lið fellur ýmiss vinna vegna verkefnisstórnunnar, fundarsetu, tímaskráninga og skipulagsvinnu eða alls 134 vinnustundir.

Samantekt

Vinna

Vinna við verkefnið á árinu var samtals 1331 tími, og felur það í sér vinnu Grétars Einarssonar, Óðins Gíslasonar og Unnsteins Snorra Snorrasonar.

Leiðbeiningar

Alls voru 34 bæir heimsótti á árinu og þar að auki um 10 bú sem fengu leiðbeiningar á annan hátt, í gegnum síma eða tölvupóst.  Nokkuð var einnig svarað af minni háttar fyrirspurnum í gegnum síma sem ekki var skráð sérstaklega.  Það eru því nálægt 50-60 bæir sem hafa fengið leiðbeiningar af einu eða öðru tagi á árinu.

Kynningarmál

Tíu greinar birtust í bændablaðinu á árinu og á heimsíðu verkefnisins eru nú 27 greinar, þrjú reiknilíkön auk tilvísana á aðrar heimasíður um tengd efni.

Fjórir kynningarfundir voru haldnir á árinu og á þá mættu á bilinu 80 til 100 manns.

Efni sem birtist á árinu 2004
 
Miðill Höfundur Titill
Greinar 
Bændablaðið Ó.G. Átaksverkefni um hagkvæmar tæknilausnir í fjósum, 23.nóv.2004
Bændablaðið U.S.S. Átaksverkefni um hagkvæmar tæknilausnir í fjósum, 24.feb.2004
Bændablaðið U.S.S. Eru legubásarnir rétt útfærðir, 23. mars 2004
Bændablaðið U.S.S. Fjósbyggingar í Danmörku, 8 júní 2004
Bændablaðið Ó.G. Hvað kostar að fóðra kýrnar, innsent en óbirt
Bændablaðið Ó.G. Kálfafóstrur, 23.nóv.2004
Bændablaðið Ó.G. Kostnaður við mjaltaþjón samanborið við mjaltabás, 23.nóv.2004
Bændablaðið U.S.S. Náttúruleg loftræsting, 10.mars 2004
Bændablaðið U.S.S. Nýtt fjós tekið í notkun, 11.maí 2004
Bændablaðið U.S.S. Vinnuhagræðing í fjósum, 8.júní 2004
fjos.is T.J Aðbúnaður kálfa
fjos.is U.S.S. Aðbúnaður smákálfa
fjos.is U.S.S. Ammoníaksmengun í fjósum
fjos.is U.S.S. Átbásar í lausagöngubásum
fjos.is Ó.G. Brynningar í fjósum
fjos.is Ó.G. & U.S.S. Forsteyptar gólfeiningar
fjos.is U.S.S. Fótþrep
fjos.is U.S.S. Fréttir af fjósbyggingum í Danmörku
fjos.is Ó.G. Gólfgerðir
fjos.is Ó.G. Gúmmígólf við fóðurgang
fjos.is Ó.G. Heilfóðurblandarar
fjos.is U.S.S. Hreinleiki kúa í lausagöngufjósum
fjos.is Ó.G. & U.S.S. Kálfafóstrur
fjos.is Ó.G. Kostnaður við fóðrun
fjos.is U.S.S. Kýr bundnar á básum
fjos.is Ó.G. Kæling mjólkur með plötukælum
fjos.is U.S.S. Legubásar
fjos.is Ó.G. Leiðir til vinnuhagræðingar í básafjósum
fjos.is U.S.S. Náttúruleg loftræsting
fjos.is U.S.S. Nýtt fjós tekið í notkun
fjos.is U.S.S. Reynsla af mjaltaþjónum í Danmörku
fjos.is T.J Sogvandamál hjá kvígum og kúm
fjos.is U.S.S. Staðsetning mykjutanka
fjos.is U.S.S. Umferð í fjósum með MÞ hefur áhrif á atferli
fjos.is U.S.S. Val á heilfóðurvagni
fjos.is U.S.S. Vinna við heilfóðrun
fjos.is U.S.S. Vinnuhagræðing í fjósum
Reiknilíkön
fjos.is Ó.G. Reiknilíkan til að reikna kostnað við kálfafóstrur samanborið við aðrar aðferðir
fjos.is Ó.G. Reiknilíkan til að reikna kostnað við fóðrun í fjósum
fjos.is Ó.G. & T.J. Samanburður á mjaltaþjón og mjaltabás
Annað
Á heimasíðu verkefninins, www.fjos.is, eru eining tilvísanir inn á aðrar heimasíður um fjósbyggingar
og -tækni