GDT: 1,7% hækkun meðalverðs
Skráð af:Margrét Gísladóttir in Fréttir
Seinna uppboð þessa mánaðar á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) var haldið þann 19.nóvember s.l. þar sem meðalverðið hækkaði um 1,7% en á síðasta markaði var hækkuni 3,7%.
Smjörið tók á sig -1,3% lækkun á meðan mjólkurduftið hækkaði um 2,2%. Þá fékk undanrennuduftið hækkun upp á 3,3% og heldur því áfram sinni stöðugu hækkun frá því í ágúst. Verð á smjöri eftir markaðinn er 4.061 dollarar, mjólkurduftið stendur í 3.321 dollurum og undanrennuduftið fór nú upp í 3.017 dollara. Cheddar ostur hækkaði loks eftir lækkanir undanfarna markaði, hækkaði um 2,5% og stendur því í 3.701 dollurum.
Verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er eftir þessa hækkun kominn í 1.071 og meðalverð allra mjólkurvaranna er nú 3.481 dollarar.