Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn 13. febrúar
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarður) mánudaginn 13. febrúar n.k.
Fundurinn hefst kl. 12.00
1. Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar. Kosinn formaður félagsins. Núverandi formaður Valdimar Guðjónsson hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Kjósa skal 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn . Einnig verða kosnir 8 fulltrúar á aðalfund LK sem haldinn er þann 24. mars 2017. Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings þessara kosninga. Þeir sem vilja gefa kost á sér, eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina. Nefndina skipa:
- Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki. Sími 898-0929 reynirhurdarbaki@gmail.com
- Karel Geir Sverrisson, Seli. Sími 897-2531 karelgs@simnet.is
- Arnfríður S. Jóhannesdóttir, Herjólfsstöðum. Sími 866-5165 adda159@gmail.com
2. Erindi. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá BÍ. Mun auk annars koma inná tollabreytingar sem framundan eru. Einnig hugsanleg áhrif ef búvörulögum yrði breytt, eða þau felld niður.
3. Erindi. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK. Staða nokkurra verkefna hjá LK.
4. Viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið árið 2016 og afurðahæstu kúna. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2016. Verðlaunin eru veitt af Búnaðarsambandi Suðurlands.
5. Önnur mál.
Stjórnin.