Félagsaðild að LK

>>>Umsóknareyðublað<<< 

  1. janúar 2017 féll niður innheimta búnaðargjalds af hálfu ríkisins. Niðurfelling búnaðargjaldsins kemur til af þeim sökum að ríkið mun ekki lengur sjálfkrafa innheimta félagsgjöld fyrir ákveðin félög. Það hefur í för með sér nokkra breytingu á félagskerfi bænda og mun greiðsla félagsgjalda til Landssambands kúabænda, sem og annarra búgreinafélaga, verða með öðru sniði en áður. Frá og með 1. janúar 2017 er enginn skráður í Landssamband kúabænda nema að hafa sótt um og samþykkt innheimtu félagsgjalda.

Hægt er að sækja um með því að senda útfyllt umsóknareyðublaðið á lk@naut.is eða á skrifstofu LK, Hagatorgi 1, 107 Reykjavík.

Félagsgjald

Á aðalfundi LK 2016 (linkur: https://naut.is/samthykktir/) var samþykkt að kúabændur myndu greiða sín félagsgjöld í gegnum afurðastöðvar. Gjaldið er 0,33 krónur af hverjum innvigtuðum lítra mjólkur og 550 kr. af hverjum innlögðum grip í flokkum UN, K og K1U. Eitt gjald er greitt fyrir hvert bú og gildir fyrir alla þá sem standa að búrekstrinum. Með því er  átt við maka rekstraraðila, eigendur félagsbúa eða lögaðila sem standa fyrir búrekstri eða aðra þá einstaklinga sem standa sannanlega að búrekstrinum.

Stjórn LK hvetur íslenska kúabændur um að sameinast um félag sitt. LK er okkar vettvangur til að koma baráttumálum okkar á framfæri hverju sinni.

Uppfært 27. janúar 2020 /MG