Aðalfundur Landssambands kúabænda 2020

Dags. / Tími
6. nóvember 2020
All Day


Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2020 verður settur á Hótel Sögu að Hagatorgi í Reykjavík kl. 10.00 föstudaginn 6. nóvember og er áætlað að honum ljúki um kl. 17.00 sama dag.

Aðalfundur verður með breyttu sniði í ár sökum Covid-19. Fundurinn verður dagsfundur í stað tveggja daga líkt og áður og fagþing nautgriparæktarinnar, sem haldið hefur verið samhliða aðalfundi LK, verður ekki haldið að þessu sinni.

Árshátíð LK verður ekki haldin í ár

Þá verður ekki haldin árshátíð Landssambands kúabænda að loknum aðalfundi að þessu sinni. Er það miður en ekki er skynsamlegt að stefna að fjölmennum mannamótum á þessari stundu. Við vonum að skilningur sé á þeirri ákvörðun þó þung sé.