Aðalfundur Baulu og MBB

Dags. / Tími
19. febrúar 2020
12:00 - 16:00


Aðalfundur Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi 2020 (félag kúabænda í Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi) verður haldinn í  félagsheimilinu Lyngbrekku, 19. febrúar 2020 kl 12:00

í boði er hádegisverður og kaffi.

 Á dagskrá fundarins er:

Venjuleg aðalfundarstörf og kosning 2ja fulltrúa á aðalfund Landsamb. Kúabænda sem er haldinn 27.-28. mars n.k.

  • Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK mætir á fundinn.
  • Jóhann Nikulásson kynnir tillögur að breyttu félagskerfi bænda.
  • Verðlaunaveiting fyrir hæst dæmdu kvígurnar í kvíguskoðun, afurðahæstu kýrnar og afurðahæstu kúabúin 2019 á félagssvæðinu.
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir verður gestur á fundinum.
  • Afgreiðsla tillagna til aðalfundar LK
  • Önnur mál.

Stjórn Kúabændaf. Baulu.

 Að loknum aðalfundi Baulu verður aðalfundur haldinn í Mjólkurbúi Borgfirðinga, á dagskrá hans eru einungis hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál.

Stjórn MBB